Ágengur áheitasafnari þakkar fyrir sig

Síðustu vikur hef ég verið óvenjulega óþolandi og ágengur og er nú slæmur fyrir. Ég hef áreitt mann og annan, innan og utan samfélagsmiðla með ákalli um áheit. Ég hef skrifað inn á Facebook, á Medium, sent persónuleg skilaboð á Messenger, sent tölvupósta og nýtt nánast öll tækifæri til að áreita vini og vandamenn og beðið um áheit. Markmið var að safna fyrir Ferðasjóð Guggu með því að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka.

Það hefur aldeilis skilað góðum árangri, fengið 94 áheit og 408.337 krónur hafa safnast í Ferðasjóð Guggu. Það munur aldeilis um minna. Ég uppfærði reglulega markmiðið því söfnun gekk vel. Ég er hæst ánægður þó endanlegt markmið um 500.000 hafi ekki náðst. Mér sýnist ég hafa verið á topp 25 yfir áheitahæstu hlauparana sem er framúrskarandi. Sýnist besta formúlan hafi verið samspil Medium og Facebook.

Það er óumdeilt auðveldara að segja frá söfnuninni í svona Medium pistli en í stuttu tísti á Twitter eða Facebook færslu. Nokkrir deildu greininni á Facebook og þá tóku áheitin kipp.

Góð áheit og ígrunduð

Mörg góð áheit bárust. Ígrundaðasta kom frá fjármálastjóranum EÞ upp á 5994. Ég hélt þetta væri LEET tilvísun en svo var ekki.

EÞ stykti einfaldlega um krónu á sekúndu. Hann viðurkenndi þó að þetta væri ekki endilega bætingahvetjandi kerfi.

Í framhaldinu kom svo klassískt LEET innlegg og hafði ég áðurnefndan EÞ grunaðan þar en hann var saklaus. Er þó með annan fjármálastjóra grunaðan. Held að fjármálastjóra vinni með innlagnarglens.

Þakka ykkur öllum kærlega fyrir

Ég vil einfaldlega þakka öllum fyrir stuðninginn. Þetta er ómetanlegt og yndislegt. Benda má að Ferðasjóður Guggu tekur þó við aur áfram ef þig viljið styrkja sjóðinn þó hlaupastyrkssöfnun sé lokið. Hægt er að leggja inn á stuðningsreikning Ferðasjóðs Guggu 515–14–405952 Kt. 520511–0910 hvenær sem er.

Get the Medium app

A button that says 'Download on the App Store', and if clicked it will lead you to the iOS App store
A button that says 'Get it on, Google Play', and if clicked it will lead you to the Google Play store