Ég sit þar sem það hentar mér best
Íslandsbanki flytur í nýjar höfuðstöðvar í Norðurturninum, Íslandsbankaturninum, í Kópavogi á næstu misserum. Þar munum við sameina alla höfuðstöðvastarfsemi bankans, sem nú fer fram á fjórum stöðum, á einum stað. Við ætlum líka að taka stór skref í uppbyggingu framsækins vinnuumhverfis í nýjum höfuðstöðvum bankans.
Verkefnamiðuð vinnuaðstaða
Hluti af hinu framsækna vinnuumhverfi er að í nýjum höfuðstöðvum verður verkefnamiðuð vinnuaðstaða eða “activity based working (ABW)” eins og hollenska fyrirtækið Veldhoen + Company sem bjó þennan frasa til fyrir margt löngu kallar þetta. Hollendingarnir eru enn stórhrifnir af þessu og nefna ýmsar sannanir því til stuðnings.
Í sinni einföldustu mynd þýðir verkefnamiðuð vinnuaðstaða að (nánast) enginn er með fast sæti og starfsfólk velur sér sæti, innan síns svæðis, sem hentar þeim verkefnum sem það ætlar að takast á við.
Einn daginn getur þú sest við hefðbundna vinnustöð, næsta dag sest inn í þagnarrými í ætt við lessal í bókasafni til að hámarka einbeitingu, þriðja daginn komið þér fyrir í hópvinnuherbergi til að tryggja öfluga samvinnu í verkefnavinnu og fjórða daginn einfaldlega sett tölvuna í skápinn þinn því dagurinn á að fara í fundastúss og námskeið — og því ekki neins samastaðar þörf.
Verkefnamiðuð vinnuaðstaða ≠Frjálst sætaval
Verkefnamiðuð vinnuaðstaða er því ekki það sama og frjálst sætaval og alls ekki það sama og að bjóða upp á frjálst sætaval án annarra breytinga frá fyrra skipulagi þar sem allir áttu sitt fasta sæti eða skrifstofu. Verkefnamiðuð vinnuaðstaða gerir ráð fyrir að margs konar aðstaða sé í boði til að mæta fjölbreyttum þörfum mismunandi verkefna.

Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að frjálst sætaval eitt og sér eða almennt opið vinnurými getur dregið úr starfsánægju og framleiðni starfsfólks. Hinni verkefnamiðaðu vinnuaðstöðu er einmitt ætlað að vinna bug á þessum ókostum sem margoft hefur verið lýst, meðal annars í þessari grein Washington Post, sem reglulega fer á flug á samfélagsmiðlum þegar “free seating” eða “open-office” ber á góma.
- Washington Post (2014): Google got it wrong. The open-office trend is destroying the workplace
- Svar við WaPo greininni, WorkDesign.com (2015): Google “didn´t get it wrong”: A deeper look into the recent WaPo piece about open offices
Mikill spenningur — Mörg tækifæri
Við Íslandsbankafólk munum vissulega sakna Kirkjusandsins og sérstaklega útsýnisisins yfir sjóinn. Við erum hins vegar mjög spennt fyrir nýrri og framsækinni vinnuaðstoðu í nýbyggðum og nýtískulegum höfuðstöðvum. Auka plús er að vistspor starfsfólks minnkar því starfsfólk mun að meðaltali ferðast skemur til vinnu í nýjum höfuðstöðvum en nú.
Við erum afskaplega stolt af því að aðstaða fyrir þá sem koma ekki á eigin bíl til vinnu verður til fyrirmyndar í Íslandsbankaturninum í Kópavogi. Það styður vel við samgöngustefnu Íslandsbanka og má búast við þeim fjölgi sem nýtir sér samgöngustyrk sem bankinn veitir starfsfólki sem kemur að staðaldri ekki á eigin bíl til vinnu.

Við hlökkum til að sjá þrótt eflast, starfsánægju styrkjast og kraft aukast í nýju umhverfi. Það skapar fjölmörg tækifæri fyrir okkur til sóknar og í því að veita viðskiptavinum okkar bestu bankaþjónustuna á Íslandi eins og við stefnum alltaf að.
Speki / Heimildir: Gagnrýni á skrifstofuskipulag
Bestu tenglarnir merktir með *
- Australian Financial Review (2016): Unispace predicts your desk and the quiet room will soon be extinct (skýrsla)
- Read more: http://www.afr.com/leadership/innovation/unispace-predicts-your-desk-and-the-quiet-room-will-soon-be-extinct-20160518-goxzje#ixzz4AoDnhrS8
Follow us: @FinancialReview on Twitter | financialreview on Facebook - Harvard Business Review (2015): Stop Noise from Ruining Your Open Office
- The Midnight Lunch (2014): The death of Activity Based Working?
- Harvard Business Review (2014): Balancing “We” and “Me”
- Computer World (2014): Why Canon Australia shunned activity-based working (well, kinda)
- Harvard Business Review (2013): Research: Cubicles Are the Absolute Worst
- Fast Company (2013): Offices For All! Why Open-Office Layouts Are Bad For Employees, Bosses, And Productivity
- Business Insider (2013): Do Staff Hate Your ‘Activity-Based Workplace’? Here Are Five Common Reasons Why
Speki / Heimildir: Activity based working
- LinkedIn (2016): What are the benefits and outcomes of ABW? (skýrsla)
- Deloitte Kilden (2016): Aktivitetssyrt kontor — Fremtidens kontorer
- Veldhoen + Company (2015): 3 Misconceptions I wish everyone knew about ABW
- Veldhoen + Company (2015): ABW Executive Workshop Pre-Read
- Veldhoen + Company (2015): Case studies — The proof
- Strategisk arkitektur (2015): En lyckad förändring
- Vodafone (2015): Vodafone semur við EIK um húsnæði undir nýjar höfuðstöðvar
- Samsung / Telsyte (2015): From hot desks to the connected office — Activity-based working is driving business outcomes (pdf)
- Morgan Lovell (2015): Activity based working — Checklist
- Veldhoen + Company (2014): eBook — Collaboration: the key to the future
- Business Insider (2014): What It’s Like To Work In An Office Where Nobody Has An Assigned Seat
- Bloomberg (2014): Cozy in Your Cubicle? An Office Design Alternative May Improve Efficiency
- ABC lateline Australia — Youtube (2013): Activity Based Working at Macquarie Bank
- Office Snapshots (2012): An Introduction To A Growing Trend: Activity Based Working
- Jones Lang LaSall (2012): Activity based working (pdf)
- *Goodman (2012): Space to work (pdf)
- Youtube (2012): Workplace Trends 2012: Rehumanising the Workplace, Doug Shaw, What Goes Around Limited
- The Sydney Morning Herald (2012): KPMG test-runs future workplace
- Veldhoen + Company (2010): Macquarie Bank Australia — Activity Based Working Case Study (pdf)
- Microsoft (2008): Activity based working (pdf)
- Vodafone: Better Ways of Working
Umfjöllun um breytingarnar hjá Íslandsbanka
- Umfjöllun MBL um breytingarnar í Íslandsbanka (10. 6. 2016): Enginn með fast sæti í Íslandsbanka