Bóla engri bólu lík (úr FT: Bitcoin stirs volatility fears as it heads for $10,000)

Um daginn birti ég pistilinn Bitcoin: Bylting eða bóla? á Kjarnanum en gleymdi að birta líka hér eins og ég geri yfirleitt viðpistla sem ég skrifa og birtast í blöðum. Það var smá klúður.

Its average annual real return since people started trading it in 2010 is 411 per cent. This is unlike anything seen in any stock market in the modern era.
FT: Bitcoin — How bazerden

Þegar ég ætlaði að fara að birta pistilinn líka hér tveimur vikum síðar var pistillinn algjörlega úr sér genginn. Gengi Bitcoin hafði þá farið úr um 6.600 í um 10.000 og sagan sem ég var að segja algjörlega úreld. Þeir sem keyptu Bitcoin eftir að hafa lesið pistilinn minn um daginn og selja svo eftir þennan lestur hafa ávaxtað aurinn yfir 50% á tveimur vikum. Brjálæðið er orðið alveg svakalegt.

Sagan af skóburstaranum sem gaf Kennedy eldri, föður JFK, hlutabréfaráð sem gaf honum ástæðu til að selja öll hlutabréf skömmu fyrir kreppuna miklu er klassískt minni um speking sem selur rétt áður en bóla springur.

Núna má ætla að við séum í miðri Bitcoin bólu sem við höfum ekki hugmynd um hvenær springur. Þeir sem hafa selt hingað til hafa örugglega séð eftir því.

Spurningin er hversu margir af þeim sem nú eiga Bitcoin munu sjá eftir því að hafa ekki selt.

Góður maður sagði einu sinni um DeCode að það væri meiri áhætta að kaupa ekki. Það er vandamálið við bólurnar. Þú veist ekki hvenær þær springa. Vel tímasett bólu-exit er frábær leikur — illa tímasett ekki eins góður leikur.

Þessa dagana eru nánast allir (viðskipta)fjölmiðlar að skrifa um Bitcoin. Tengillinn hérna að ofan er eitt dæmi þar sem Bloomberg tekur saman mjög skemmtileg, jákvæðar og neikvæð ummæli spekinga um Bitcoin. Í dag er meira að segja Bitcoin á forsíðu FT.

Skemmtilegt myndband úr FT greininni:
https://next-media-api.ft.com/renditions/14994434632400/1920x1080.mp4

Bitcoin: Bylting eða bóla? (birt í Kjarnanum 14. nóv.)

Bitcoin hefur hækkað um 2.000% á tveimur árum og hundrað og fimmtíuþúsundfaldast síðan í júlí 2010. Það vekur jafnt athygli og spurningar. Er Bitcoin hátækni píramídasvindl? Er Bitcoin framtíð fjármála?

Þó það sjáist nú varla á þessu grafi eftir margföldun síðasta árs hafa rússibanareiðir Bitcoin verið nokkrar. Fyrsta stóra ris Bitcoin var þegar gengið fór á flug upp í $1.200 árið 2013. Bitcoin hrundi svo í $100 2014 og var um hríð í $300–$500 áður en rússibanareiðin stóra á árinu 2017 hófst og gengið rauf hvern þúsundamúrinn á fætur öðrum. Síðast fór rafmyntin yfir $7.000 í október og náði núverandi hámarki í $7.600 skömmu síðar. Gengið hafði þá hækkað yfir 600% á árinu, og markaðsvirðið yfir $120 milljarðar. Síðan hefur gengið lækkað, er nú í um $6.500 en er á stöðugri fleygiferð.

Hafi spekingar klórað sér síðustu árin í kollinum yfir þróun Bitcoin má rétt ímynda sér hvernig þeim hefur liðið síðustu mánuði.

Fyrir utan eftirspurnina sem hefur orðið til af því að fjárfestar hafa einfaldlega viljað stökkva á vagninn, fljúga hærra áfram með Bitcoin, hefur margt verið nefnt sem ástæða þess að rafmyntin hafi hækkað svona svakalega síðustu mánuðina.

Nefndur hefur verið áhugi fjölda lítilla fjárfesta í Asíu, sérstaklega í Japan og Suður Kóreu, auk áhuga stærri vogunarsjóða í Ameríku auk þess sem verslanakeðjur í Asíu hafa sýnt Bitcoin mikinn áhuga. Tilkynning kauphallarinnar í Chicago um að taka innan tíðar afleiður tengdar Bitcoin til viðskipta hefur einnig verið nefnd. Hingað til hefur auðkenningarvandi verið innreið Bitcoin á kauphallir fjötur um fót og búast má við að lausn á þeim vanda fylgi meiri Bitcoin tengd kauphallarviðskipti með tilheyrandi jákvæðum straumum.

People are buying Bitcoin because they expect other people to buy it from them at a higher price; the definition of the greater fool theory.
Economist: Greater fool theory: The Bitcoin bubble

Ofangreind tilvitnun í Economist er þó það sem flestir hafa nefnt sem líklegustu ástæðu háflugs Bitcoin undanfarið. Fjárfestar búast einfaldlega við að fleiri fjárfestar séu væntanlegir og vilja að aðrir kaupi Bitcoin eign þeirra af þeim síðar — á hærra verði en í boði er í dag. Í hinni frábæru bók Manias, panics and crashes eftir Kindleberger er sögu fjármálabóla gerð skil. Óhætt er að segja að þróun og saga Bitcoin eigi mjögt samanlegt með helstu fjármálabólum sögunnar.

Vandamálið við að eiga útbólgnar bólueignir er að þú veist ekki hvenær þú þarft að selja. Þeir sem seldu Bitcoin í $100, $1000 eða $5.000 eru margir hverjir hundsvekktir. Það er nefnilega mjög auðvelt er að vera ósammála um hvort bólan springur í $7,000 eða $100.000 og þar af leiðandi hvenær rétti tíminn er að selja eign sem hefur hækkað mjög í verði. Economist velti því t.d. fyrir sér í sumar, þegar gengið var um $2.500, hvað myndi gerast ef Bitcoin bólan myndi springa?

Til eru t.d. spekingar sem segja að langt sé í topinn og Max Keiser hefur lengi spáð hámarki Bitcoin í $100.000.

30,000 new bitcoin wallets a day. An ETF coming soon. Wall Street just getting started. Regulators waking up to their impotence. Hello $10,000. Remember, My target since 2011 when I was the only public figure recommending #Bitcoin at $3, was $100,000
Tilvitnun: Max Keiser

Hvað er svona merkilegt?

Það er margt áhugavert, nýtt og merkilegt við Bitcoin. Reiknigeta kemur mjög við sögu við uppbyggingu og viðskipti með Bitcoin. Þó það krefjist mikillar orku að grafa eftir Bitcoin í tölvuverum er það ennþá arðbært eftir hið ógurlega ris gengis Bitcoin. Hagkvæmni graftarins er eðlilega mjög háð hagfelldri þróun á genginu því fjöldi Bitcoin er takmarkaður og því þarf stöðugt meiri reiknigetu til að grafa eitt Bitcoin eftir því sem tíminn líður, því færri og færri Bitcoin eru óuppgrafin.

Það er ekki nóg með að reiknigeta spili rullu við gröftinn heldur þarf mikla reiknigetu til að staðfesta Bitcoin viðskipti. Þessi skortur á skilvirkni er oft nefndur sem helsta ástæða þess að umfang Bitcoin verði aldrei mjög mikið. Í dag þarf til að mynda yfir 215 kílóvattstundir fyrir hver Bitcoin viðskipti eða yfir 64 milljónir kílóvattstunda á dag eða 20 teravattstundir á mánuði.

…if the bitcoin network keeps expanding the way it has done recently, it could lead to a continuous electricity consumption that lies between the output of a small power plant and the total consumption of a small country like Denmark by 2020.
Heimild: Vice

Þó ýmislegt megi draga fram sem áhugaverða hluti í eðli og uppbyggingu Bitcoin er þó tvennt oftast dregið fram.

Öruggt og dreifstýrt af öllum og engum

Í fyrsta lagi er merkilegt hvernig Bitcoin er afskaplega öruggt, án miðstýringar.

Bitcoin er fullkomlega dreifstýrt, og í raun dreif-sjálf-stýrt, kerfi sem hægt er að reka án íhlutunar banka, seðlabanka eða annarra stofnana. Bitcoin er mynt sem hægt er að eiga viðskipti með án nokkurra milliliða. Þetta hefur gert Bitcoin að uppáhaldi margra lýðræðiselskandi byltingarsinna sem oft er uppsigað við fjármálakerfi heimsins í ofanálag. Bitcoin er því spennandi valkostur margra sem vilja umbylta og umbreyta fjármálakerfum heimsins. Að sama skapi hafa þessir eiginleikar vakið athygli banka- og seðlabankafólks sem sér tækifæri í að tileinka sér Bitcoin og ekki síður Blockchain, tæknina á bak við Bitcoin.

There’s no small amount of irony in the fact that Bitcoin was designed to disrupt and circumvent Wall Street and central banks. But the two parties that are currently most interested in using Bitcoin are central banks and Wall Street.
Heimild:
Knowledge@Wharton

Nafnlaust

Nefnt sem kostur Bitcoin að hægt er að eiga viðskipti nafnlaust. Bitcoin hefur komist í fréttirnar í tengslum við dóma í eiturlyfjamálum þar sem greitt var fyrir eiturlyfin með Bitcoin og oft hóta tölvuþrjótar að gera DDOS tölvuárásir nema greiddur sé tiltekinn fjöldi Bitcoin til þeirra.

Segja má því að Bitcoin sé, merkilegt nokk, því ástmögur bæði eiturlyfjasala og fjármálafólks.

Hvað næst?

Flestir eru þó sammála um að tæknin sem Bitcoin byggir á, Blockchain, sé áhugaverð og geti skapað margvísleg tækifæri. Að flestra mati er Blockchain miklu áhugaverðara heldur en Bitcoin. Blockchain pælingar ættu því að vera efni í annan pistil. Þar er stóra spurningin hvort eitthvað sé til eða mögulega hægt að búa eitthvað til, sem er betra og skilvirkara en Bitcoin, ofan á Blockchain tæknina og verða sú umbreyting á fjármálaþjónustu sem margir kalla eftir.

Óhætt er að segja að auðvelt sé að telja til rök fyrir því að Bitcoin sé einfaldlega bóla sem springur. Spurningin er í margra huga hvenær bólan springur. Það er nefnilega með þessar blessuðu bólur að margir hafa orðið moldríkir á að tímasetja kaup og sölu bóluvörunnar rétt en fleiri hafa þó orðið illa úti þegar bóla springur áður en selt er. Hvort Bitcoin eigi mánuð, ár eða áratugi eftir er erfitt að segja.

Margir brosa því í kampinn eftir þróun síðustu mánuði. Eigendur Bitcoin velta meira fyrir sér eftir því sem dagarnir líða og gengið hækkar hvort styttist í hrunið og hvort þeir eigi að selja Bitcoin sem þeir eiga. Þá er gott að muna, eins og Hjalli sagði á Twitter um daginn…

Get the Medium app

A button that says 'Download on the App Store', and if clicked it will lead you to the iOS App store
A button that says 'Get it on, Google Play', and if clicked it will lead you to the Google Play store