Bankar verða ekki tæknifyrirtæki

Við í bankanum hugsum stöðugt um hvernig við getum hagnýtt tækni til að þjónusta viðskiptavini okkar betur. Hvernig við, með betri nýtingu gagna, með tæknilegri útsjónarsemi og persónumiðaðri markaðssetningu þjónustum viðskiptavini okkar er í mínum huga stór hluti þess sem þarf til að ná árangri í bankarekstri nútíðar og framtíðar.

Þó tæknin spili stóra rullu er ég sannfærður um að bankar eiga ekki að stefna að því að breytast í tæknifyrirtæki. Bankar eru, og skulu vera, um ókomna tíð þjónustufyrirtæki ætli þeir að ná árangri.

Með þetta í huga er mjög áhugavert að fylgjast með orðræðu stóru bankanna um hvað bankar eru eða að verða. Sumir hafa fetað þjónustuveginn en aðrir hafa fetað tækniveginn.

Frægt er þegar bankastjóri hins framsækna spænska stórbanka BBVA sagði bankann senn verða tæknifyrirtæki en ekki banka. Um hæl svaraði forstjóri Strands; “Au contraire, BBVA: Banks will never become software companies”. Fjármálastjóri JP Morgan gekk skrefinu lengra en bankastjóri BBVA, sagði breytingunum þegar orðna; ‘We are a technology company’. Nú heggur bankastjóri hins mölbrotna Deutsche Bank í sama knérunn með því að segja að starfsfólk þurfi að hugsa eins og starfsfólk tæknifyrirtækis ætli það sér að halda starfinu i bankanum.

Ég hef verið efins um þessa nálgun og sannfærðist endanlega að temja mér ekki þetta tungutak þegar Taavet Hinrikus stofnandi og forstjóri Transferwise gerði skemmtilega grín að þessu í hlaðvarpi fjárfestingarfélagsins Andreessen Horowitz “When Banking Works Like My Smartphone”.

Ég er þó sammála BBVA um margt og þykir BBVA vera að gera marga mjög áhugaverða hluti. Ég tek t.d. heilshugar undir orð bankastjóra BBVA hér að neðan. Að breytast ekki er ekki valkostur (og hef meira að segja skrifað um þetta hér, m.a. í Eldum rétt pistlinum um daginn) en að mínu viti munu bankar ekki breytast í tæknifyrirtæki.

“Every corner of this industry is undergoing radical change. We all need to be up to the challenge, both the regulators and above all, us, the managers of banks. Denial is not an alternative. Those who do not change will fall by the wayside”, explained Francisco González, who recognized that “changing is not easy”. For BBVA Chairman, to survive in this new environment, banks need to react. “For many, it may be already too late.

Bankar eru þjónustufyrirtæki og verða þjónustufyrirtæki — munu breytast í gagnadrifin þjónustufyrirtæki. Bankar munu verða miðlæg þjónustufyrirtæki sem munu snúast um persónumiðaðan gagnadrifinn infrastúktúr í stað þess að vera dreifstýrð þjónustufyrtæki sem umhverfast um pappírsdrifinn físískan infrastrúktúr.

Frá Money 20/20 2015

Bankar hafa um árabil ómeðvitað verið hálfgert tæknifyrirtæki, í því hafa ekki falist samkeppnisyfirburðir því þeir hafa einfaldlega verið léleg tæknifyrirtæki. Framleiðsluhraði hefur verið hægur, nýsköpun lítil, framleiðslukostnaður mikill og “customer centricity” varanna ekki til fyrirmyndar.

Breytingarnar þurfa að stuðla að auknu gagnainnsæi, betri skilningi á notendahegðun og óþreytandi vilja til að þjónusta viðskiptavininn betur og betur með sem hagkvæmustum hætti. Bankar þurfa að breytast á forsendum viðskiptavinarins en ekki á forsendum tækninnar. Hvernig BBVA er að reyna að gera þetta er farið vel yfir í þessari MIT Technology Review grein, “Transforming an Analog Company into a Digital Company: The Case of BBVA” sem er hin fínasta lesning.

Einmitt þess vegna er framtíðarsýn Íslandsbanka að vera #1 í þjónustu og einmitt þess vegna er Íslandsbanki að endursmíða grunnkerfi bankans, til að geta nýtt gögnin betur og veitt betri þjónustu með því að losna við áratugagömul spaghettikerfi sem geta illa brugðist við kröfum nútímans — hvað þá framtíðarinnar.

Bankar munu breytast en þeir munu ekki breytast í tæknifyrirtæki. Tæknifyrirtæki þróa vörur og snúast um tæknina. Bankar verða hins vegar sem fyrr ekkert annað en þjónustufyrirtæki sem miðjast um viðskiptavininn og þjónustu við hann.

Get the Medium app

A button that says 'Download on the App Store', and if clicked it will lead you to the iOS App store
A button that says 'Get it on, Google Play', and if clicked it will lead you to the Google Play store