Bækur til að breyta

Björgvin Ingi Ólafsson
3 min readFeb 19, 2024

--

Í ítarlegu spjalli við Tóta Hjartar í hlaðvarpinu Ein pæling ræddum við svolítið um bækur og breytingar. Það samtal og smá spjall í framhaldinu fékk mig til að hugsa aðeins hvaða bókum ég myndi mæla með til að takast sem best á við breytingar og ekki síður hvetja til þeirra. Því koma hérna fjórar góðar.

  • Leading Change e. John Kotter
  • Who Says Elephants Can’t Dance? e. Lou Gerstner
  • Switch e. Chip og Dan Heath
  • Nudge e. Richard Thaler og Cass Sunstein

Leading Change

Leading Change eftir Kotter er svona bók bókanna í breytingastjórnun. Hún byggir, held ég, á HBR grein frá 95 sem heitir Leading Change: Why Transformation Efforts Fail og fer svolítið yfir kjarnann í bókinni. Greinin, og bókin, er fáránlega einföld og skýr. Myndi því alltaf byrja að mæla með því að lesa þessa grein og svo bókina.

Nennti ekki að þýða punktana hans en þeir eru góðir.

  1. Create a sense of urgency
  2. Form a guiding coalition as the change team
  3. Create a vision for the change
  4. Communicate the vision
  5. Empower people to take action by removing barriers
  6. Create the opportunity for quick, short-term wins
  7. Build on the change incrementally
  8. Make it stick for the long term.

Hann hélt svo áfram að hamra járnið með fleiri bókum, t.d. Our Iceberg is Melting: Changing and Succeeding Under Any Conditions, A Sense of Urgency og The Heart of Change: Real-Life Stories of How People Change Their Organizations sem ég hef nú ekkert lesið en er örugglega ágætar en grunar að þær bæti ekki stórkostlegu við.

Who Says Elephants Can’t Dance?: Inside IBM’s Historic Turnaround

Ein af þessum gömlu og góðu. Hef lesið hana oft og notað mikið. Finnst hún sýna vel að hægt sé að breyta, jafnvel risastóru íhaldssömu IBM. Auðlesin og skemmtileg. Fullt af dæmum sem ég hef nýtt mér.

Switch

Heath bræður hafa gefið út fullt af stjórnendapoppi eins og Made to Stick sem er líklega frægasta bókin þeirra. Switch er skemmtileg, auðlesin og snjöll. Tekur samt á mikilvægu málum eins og hvernig á að eiga við mótspyrnu við breytingar.

Ef þú nennir eiginlega ekki að lesa neina bók um breytingastjórnun myndi ég byrja á þessari því hún er aðgengileg, vekur forvitni og fær þig örugglega til að lesa aðra bók um efnið. Fín sem hljóðbók á skokkinu.

Eru með fullt af ókeypis efni á vefnum þeirra, m.a. þessa mynd.

Nudge

Ekki beint bók um breytingastjórnun. Hún fjallar aðallega um hvata, litla hvata, sem geta skipt svo fáránlega miklu máli. Er bara svo fáránlega góð bók. Bara fáránlega góð bók og hjálpleg í alls konar pælingum um hvernig hlutir geti breyst (hraðar). Takið kannski eftir að hún er ein af bókunum sem Heath bræður nefna að ofan. Tók reyndar eftir því eftir að ég valdi bækurnar á þennan lista.

Ég hef svo ekki lesið The Catalyst, how to change anyone’s mind eftir Jonah Berger en ég hef lesið bókina Contagious eftir hann. Miðað við það sem ég hef lesið um hana held ég að hún sé ansi snjöll. Er komin á listann.

https://leadingauthorities.hubs.vidyard.com/watch/Tk5FudMqcNrXbWy8SVgG8K?

--

--