Covid-19 í Kveik
Ræddi við Sigríði Hagalín Björnsdóttur um Covid-19 í Kveik 25. mars. Umræðan var um efnahagsleg áhrifin, aðgerðir hins opinbera og þá staðreynd að atvinnulífið flykkist í heimavinnu. Stuttlega var svo fjallað um þetta í kvöldfréttum áður en Kveikur hófst.
Hérna má sjá síðu Kveiks um þessa umfjöllun og þáttarbrotið sjálft.
Við Sigríður tókum upp nokkra búta, þar af eitt Teams samtal þar sem ég bókaði fundinn og átti ég því frumupptökuna óklippta. Með samþykki Sigríðar leyfi ég því að vera hér.
Líklega er mamma eina sem er nógu áhugasöm til að horfa á þetta allt saman. Finnst þó fínir punktar vera þarna sem komust ekki í gegnum nálarauga stutts sjónvarpsviðtals.