Forsíða Fréttablaðsins 20. apríl 2020

Covid efnahagsaðgerðir þurfa að taka mið af langri niðursveiflu

Björgvin Ingi Ólafsson
2 min readApr 20, 2020

--

Ræddi við Fréttablaðið í blaði dagsins um hverjar mögulegar næstu aðgerðir ríkisstjórnar í efnahagsbaráttunni á Covid-19 tímum gætu orðið.

Í mínum huga er ljóst að við þurfum að búa okkur undir verri þróun en V-laga niðursveiflu sem mun fyrst og fremst bitna á ferðaþjónustunni. Vandinn er stærri og almennari en það og allar aðgerðir þurfa að taka tillit til þess.

Deloitte hefur tekið saman efnahagsaðgerðir fjölmargra landa og er síða með þessum upplýsingum uppfærð daglega. Þeir sem vilja gaumgæfa aðgerðir og hverjar þeirra gætu mögulega bæst við ættu að kíkja við.

Skjámynd af Covid-19 viðbragðasíðu Deloitte

Ætli megi ekki segja að þetta sé þriðji kaflinn í Covid-19 umfjöllun hjá mér. Fyrst greinin í Viðskiptablaðinu með Lovísu, svo umfjöllun í Kveik og nú þetta viðtal í Fréttablaðinu.

--

--