Efnahagsleg áhrif Covid-19

Björgvin Ingi Ólafsson
2 min readMar 3, 2020

--

Samkvæmt grein kollega míns Daniel Bachman sem kom út í dag má búast við að COVID-19 hafi þrenns konar áhrif á efnahagslíf heimsins; bein áhrif á framleiðslu, myndi rof á aðfangakeðju og eftirspurn og hafi almenn áhrif á fyrirtæki og fjármagnsmarkaði. Stærsta málið er þó kannski hvernig almenningur bregst við og hvernig hann breytir sinni hegðun og neyslu.

Í FT í lok síðustu viku var viðtal við Peter Piot sem er einn helst spekingur í þessum málum og meðal annars kallaður ‘Mick Jagger of microbes’. Ég veit ekki alveg hvað þýðir en það þýðir a.m.k. að hann veit fullt um þessi mál. Viðtalið er áhugavert en Piot er ekkert sérstaklega brattur.

“I think it will get much worse in China. And here we will see more and more transmission. That’s my gut feeling. But how big it’s going to be, I honestly don’t know.

Í umfjöllun Deloitte eru nefndar þrjár sviðsmyndir sem vert er að skoða:

  1. Það versta er yfirstaðið
  2. Ár veirunnar
  3. Heimsfaraldur

Skulum vona að við forðumst hið síðasttalda en skulum þó vera við öllu búin. Mæli a.m.k með að lesa greinina.

Munum svo að spritta!

--

--