Laufey @ Instagram

Einstök Laufey með 500 milljónir streyma

Björgvin Ingi Ólafsson

--

Á einu ári hefur fjöldi hlustenda Laufeyjar á Spotify 11-faldast og hún skotist á topplista íslensks listafólks á Spotify. Á sama tíma seldi hún upp alla tónleikana sína um heiminn á nokkrum sekúndum.

Hin klassísk menntaða tuttugu og fjögurra ára tónlistarkona spilar nostalgíska djassskotna rólegaheitamúsík. Hún kemur fyrir sjónir eins og frá miðri síðustu öld en fædd í lok aldarinnar. Algjörlega einstök!

Nú er önnur plata hennar væntanleg 8. september og í byrjun ágústs var tilkynnt um tímamóta samning Laufeyjar við Warner Chapell Music.

Simfó flýgur með himinskautum með Laufeyju og er fjöldi hlustenda sveitarinnar búinn að margfaldast á Spotify — ekki þarf að koma á óvart að öll vinsölustu lög sveitarinnar eru frá tónleikum Laufeyjar og Simfó í haust (sem óhætt er að mæla með).

Síðustu ár hefur Kaleo eða Of Monsters and Men verið efst meðal íslensks listsfólks á Spotify en nú er Laufey þar á toppnum; með 10 milljónir hlustenda á mánuði. Hún er svo líka vinsælasti djass-listamaðurinn á Spotify.

By 2022 Laufey was the most streamed jazz artist on Spotify. Today, she has 500 million streams across all platforms and is the biggest streaming artist from Iceland in the world.
sjá: Warner Chappell

Verður heldur betur fróðlegt að fylgjast með framhaldinu og gengi nýju plötunnar í haust.

Til hamingju Laufey!

Í framhaldi þessara hugleiðinga mætti ég á Rás 2 að morgni 11. ágúst rétt upp úr 7:40.

Hér er klippan.

--

--