Wells Fargo, stærsti banki Bandaríkjanna og „sigurvegari fjármálakrísunnar í Ameríku“, hefur lengi verið fyrirmynd söludrifinna (viðskipta)banka um allan heim. Þar til 8. september 2016. Þá var tilkynnt um $185M sekt sem var lögð á bankann fyrir víðtækar ólöglegar söluaðferðir, meðal annars óumbeðna opnun allt að tveggja milljóna innláns- og kreditkortareikninga. Wells Fargo brást.

John Stumpf, bankastjóri Wells Fargo

Vegna þessa voru 5.300 starfsmenn, eða tæp 2% starfsmanna, látnir fara. Hinir hæst settu innan þessa hóps voru stjórnendur í útibúum. Þess má þó geta að framkvæmdastjóri viðskiptabankaeiningar bankans, Carrie Tolstedt, lét af þeim störfum fyrr á árinu án þess að þess væri sérstaklega getið að illa hefði farið. Henni voru þvert á móti þökkuð góð áralöng störf fyrir bankann og lýst sem “a standard-bearer of our culture, a champion for our customers, and a role model for responsible, principled and inclusive leadership”. Hún sinnir sérverkefnum fyrir COO bankans til næstu áramóta. Nú berast þó fréttir um að hugsanlegt sé að hún verði krafin um endurgreiðslu $125M starfslokagreiðslu.

Samantekt FT um vandræði Wells Fargo

Krísuráðgjafar virðast á einu máli um að viðbrögð Wells Fargo séu ekki með besta móti. New Yorker skrifaði stutta en snarpa grein, How Regulation Failed with Wells Fargo, þar sem sagði ekki einungis um að ræða aðgerðir fárra starfsmanna sem fóru út af veginum heldur hafi regluverk bankans einfaldlega brugðist. Hvatakerfi starfsmanna sem verðlaunaði seldar vörur hafi keyrt um þverbak og drifið starfsfólk áfram til óvandaðra ákvarðana.

(WSJ: “Wells Fargo Tripped By Its Sales Culture”)

John Stumpf (sjá umfjöllun FT “John Stumpf, the labrador of Main Street”), bankastjóri Wells Fargo, er margverðlaunaður stjórnandi, t.d. valinn forstjóri ársins hjá Fortune 2016, en það hjálpar lítið þessa dagana.

Í yfirheyrslu bankanefndar bandaríska þingsins viðurkenndi hann að hafa vitað um þetta um árabil og hafa ekki brugðist nógu snemma og ekki nógu sterkt við. Á þessu baðst hann afsökunar en það er varla nóg og þingmaðurinn Elizabeth Warren var allt annað en sátt.

Vandræðagangur Wells Fargo mun hafa áhrif

Það er áfall fyrir bankaheiminn að Wells Fargo verði svona á og þurft hafi gríðarlegur sektargreiðslur til að þeir láti af þessari iðju. Þó ítrekaðar fréttir hafa borist af svakalegum sektargreiðslum fjárfestingarbanka er mikið áfall að stærsti banki Bandaríkjanna, sem er fyrst og fremst viðskiptabanki, skuli fá svona mikla sekt fyrir verklag við sölu á viðskiptabankaþjónustu. Reyndar fékk Wells Fargo sekt vegna mismununar við húsnæðislánveitingar til minnihlutahópa fyrir nokkru en barðist gegn þeim ásökunum og greiddi á endanum sektina en lýsti þó ítrekað yfir sakleysi sínu. Hér lýsa þeir yfir sekt og biðjast vægðar.

Ef það er eitthvað sem bankar þurftu ekki á að halda var það frekari ímyndarágjöf.

Ljóst er að áhrifa þessa mun gæta lengi — sérstaklega í Bandaríkjunum. Aðrir bankar munu fara yfir verklag, líklegt er að áherslur breytist og rót komist á markaðinn. Verklag og áherslur Wells Fargo munu sömuleiðis vafalaust bera þessa merki.

Mynd frá FT

Verklag og regluverk í Evrópu er ólíkt því sem gengur og gerist í Bandaríkjunum. Regluverk í Evrópu er mörgum sinnum harðara varðandi persónuvernd, upplýsingagjöf og hvatakerfi. Það kæmi mér á óvart ef við myndum sjá viðlíka fréttir frá Evrópu. Tel þó líklegt að evrópskir bankar fari yfir verklag sem eðlilegt er í kjölfar svona bombu.

Practice what you preach

Áfram viljum við þó læra af Wells Fargo þar sem bankinn gerir vel. Þeirra stefnumótunarvinna og menningaruppbygging er eftir sem áður áhugaverð. Við þurfum einfaldlega að vera enn meðvitaðri en áður um að ekkert skiptir máli nema maður láti verkin tala og “practice what you preach”.

Úr “Vision and Values” skjali Wells Fargo

Hin rómaða rokkhátíð Eistnaflug á Neskaupsstað hefur eina einfalda möntru; „Ekki vera fáviti“. Mér finnst það ná kjarnanum í lærdómnum af Wells Fargo hvirfilbylnum. Bankamenn og bankastjórnendur eiga ekki, ekki frekar en rokkhátíðargestir, að vera fávitar. Það sem Wells Fargo gerði þarna féll utan þess ramma.

Til fróðleiks: Opinber skilaboð Wells Fargo

Wells Fargo Commitment

Get the Medium app

A button that says 'Download on the App Store', and if clicked it will lead you to the iOS App store
A button that says 'Get it on, Google Play', and if clicked it will lead you to the Google Play store