Eru stjórnir fyrirtækja nógu breytinga- og tæknibrattar?

Við gerum réttilega og eðlilega kröfur til stjórna fyrirtækja um starfshætti, kynjajafnvægi og almenna fagmennsku. Til viðbótar við þetta held ég að við ættum að gera meiri og skilgreindari kröfur til breytingavilja og tæknihæfi stjórna fyrirtækja.

Nefna má að hlutfall tæknimiðaðra stjórnarmanna í S&P500 hefur farið úr 17% í yfir 30% síðasta áratuginn samkvæmt greiningu Deloitte. Á Íslandi skipa fulltrúar lífeyrissjóða hátt hlutfall stjórna skráðra félaga. Með hliðsjón af því að þeir fulltrúar eru óháðir félaginu og því úr mörgum að velja eru hæg heimatökin að huga að tæknihæfi þeirra við skipan stjórnanna.

Undanfarna marga áratugi hefur alltaf verið litið á nústöðuna sem tíma mikilla breytinga, mikillar samkeppni og óvissu. Það er alveg það sama í dag. Til viðbótar tölum við ekki bara um það heldur þurfum að haga stefnu og áherslum í samræmi við breytingar sem við trúum, enn heitar en áður, að séu ólíkar og meiri en við höfum kynnst. Þetta gerir kröfur bæði til stjórnenda og stjórna.

Fyrirtæki þurfa sem dæmi alls ekki stefnu í stafrænum málum heldur einfaldlega stefnu sem er stafræn. Fyrirtæki þurfa ekki stefnu í stafrænni þjónustu heldur komast að því hvernig stafræn þjónusta er greipt inn í alla þá þjónustu sem fyrirtækið veitir. Tími þess að stafrænu áherslurnar geti verið á kantinum eða verið krydd á kjarnastarfsemi er liðinn.

Meðfylgjandi grein frá Deloitte er góð hvatning til að taka þessi mál föstum tökum og svara á vettvangi stjórnar hvort tækni fái það vægi sem nauðsynlegt, og æskilegt, er. Í greininni er meðal annars nefndar þessar spurningar sem stjórnir ættu að spyrja sig.

  • Er tæknin að veita okkur samkeppnisforskot?
  • Er ávinningur tækniverkefna og tæknifjárfestinga í samræmi við væntingar?
  • Er tæknin að styðja við rekstrarsamfellu og öryggi okkar?
  • Styður tæknin fólkið okkar í að koma hlutum í verk?
  • Höfum við réttu tæknihæfni og tæknimenningu?

Get the Medium app

A button that says 'Download on the App Store', and if clicked it will lead you to the iOS App store
A button that says 'Get it on, Google Play', and if clicked it will lead you to the Google Play store