Fin42 ræða: Skiptum um sjónarhorn

Í nóvember hélt Meniga glæsilega ráðstefnu, Fin42, í Hörpu. Þarna var þétt pökkuð dagskrá frá morgni til kvölds þar sem alþjóðlegir banka- og fjártækninördar komu saman. Ráðstefnan tókst vel hjá Meniga.

Ég var með stutt erindi á ráðstefnunni. Þegar ég sá hver voru að tala og hvenær ég átti að tala var ljóst að ég gat ekki farið með dæmigerðu bankabreytingamöntruna, allur líkur voru á að flest það sem mig hefði langað að segja hefði þegar verið komið fram svona síðla dags.

Ég ákvað því að nálgast efnið örlítið öðruvísi en venjulegu. Í erindinu mínu lagði ég áherslu á að ef fólkið í þessum sal, sem flest er sannfært um að miklar breytingar séu í vændum í bankaheiminum, hefur ekki náð að sannfæra aðra bankastjórnendur um að grundvallarbreytingar séu framundan í bankaheiminum þá sé það ekki endilega vegna þess hvers það hefur sagt heldur hvernig það hefur sagt það. Því þurfi að skipta um sjónarhorn.

Í bankaheiminum eru sumir eru sannfærðir um að það verði grundvallarbreytingar á bankarekstri en aðrir sannfærðir um að það verði breyting frekar en grundvallarbreyting eða umbreyting. Ég lagði því áherslu á að það þyrfti að ramma ræðuna öðruvísi inn og pæla í hvernig við segjum hlutina frekar en bara hvað er verið að segja, ef illa gengur að sannfæra “sniglana” með hefðbundnum hætti.

Ræðan er komin á YouTube.

Get the Medium app

A button that says 'Download on the App Store', and if clicked it will lead you to the iOS App store
A button that says 'Get it on, Google Play', and if clicked it will lead you to the Google Play store