Gamla klisjan: Margt smátt gerir eitt stórt!

Núna eru fáir dagar í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Morgunljóst er að meðbyrinn sem hófst þegar Valdimar kynnti sína áskorun um að taka þátt í 10 kílómetra hlaupinu í ár með eftirminnilegum hætti Eurovisionkvöldið í vor hefur haldist og vel það. Mér sýnist á öllu að hlaupið í ár verði með allra besta móti.

Fyrstu skref Valdimars til undirbúnings þátttöku í 10 kílómetra hlaupinu.

Valdimar hefur bent á frá upphafi að Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er miklu meira en einhver íþróttakeppni því þetta er stærsta fjáröflun landsins. Þess vegna settum við hjá Íslandsbanka okkur það markmið að hjálpa þátttakendum að safna 100 milljónum í ár. Það verður ekki auðvelt því síðustu hlaup hefur árlegt söfnunarfé verið um 80 milljónir.

Söfnunin hefur gengið vel og því erum við bjartsýn um að markmiðið náist. Gamla klisjan um að margt smátt gerir eitt stórt er í fullu gildi. Endaspretturinn þarf þó að vera góður en nú stendur söfnun í 30 milljónum en var í 21 milljón á sama tíma í fyrra og höfum við því safnað um 40% meiru en á sama tíma í fyrra sem er alveg stórkostlegt.

Valdimar er sjálfur búinn að safna 371.500 og mun gefa í núna til að ná markmiðinu um að ná að safna milljón.

Ótrúlega gaman að sjá kraftinn í söfnurum, margir eru duglegir að minna á og tveir, Baldvin Rúnarsson og Hilmir Vilberg Arnarsson, hafa meira að segja nú þegar komist yfir milljón.

Þriðjungsfjölgun áheita

Um 2.700, svipað og fyrir ári, hafa núna skráð sig sem góðgerðarhlaupara á Hlaupastyrk og um helmingur er byrjaður að safna. Hinir eru örugglega alveg í startholunum. Á þessum degi fyrir ári höfðu borist um sex þúsund áheit í heild en nú hefur góðgerðarhlaupurunum gengið mun betur í að hvetja fólk til dáða því áheitum hefur fjölgað um þriðjung því yfir átta þúsund áheit hafa nú borist.

Þeir sem ætla að hlaupa en hafa ekki skráð sig á Hlaupastyrk hafa ennþá tækifæri til þess að láta gott af sér leiða og taka þátt í stærstu fjáröflun landsins með okkur með einu af þeim 168 frábæru góðgerðarfélögum sem eru skráð til leiks. Ekki ætlar þú að vera einn af þeim sem eru skráðir í maraþonið en ekki á Hlaupastyrk, er það?

Salka og Valdimar spjalla um þeirra markmið í söfnun og hlaupinu.

Þeir sem hafa ekki skráð sig í hlaupið geta ennþá skráð sig á marathon.is og verður rafræn skráning opin til kl. 13 fimmtudaginn 18. ágúst og svo á skráningarhátíð hlaupsins í Laugardalshöll í framhaldinu, en þá er skráningargjaldið heldur hærra en fyrir lokun rafrænnar skráningar.

Skráning hefur gengið vel og hafa ríflega 10% fleiri skráð sig nú en á samaa tíma í fyrra. Fjölgun er yfir 20% vöxtur í tveimur lengstu vegalengdunum frá sama tíma fyrir ári.

Kraftur í góðgerðarfélögunum

Góðgerðarfélögin hafa staðið sig vel í að hvetja sitt fólk áfram. Í ár höfum við lagt mikið upp úr því að hjálpa félögunum að ná sem mestum árangri í söfnunni. Þeir sem eru metnaðarfyllstir lesa Leikskrá góðgerðarfélaga, aðrir byrja á bloggsíðu um Hlaupastyrk þar sem birtar hafa verið nokkrir pistlar um hvernig má ná sem bestum árangri í söfnuninni og hinir kíkja á hina fínu Facebook grúbbu góðgerðarfélaga Hlaupastyrks þar sem félögin hafa deilt lærdómi og leitað upplýsinga hvernig best sé að halda á málum til að ná sem mestum árangri í söfnuninni. Margir ötulir forsvarsmenn félaga hafa þá farið í gegn allt þetta fína efni.

Ekkert flókið

Þetta er samt ekkert flókið. Ef við leggjumst á eitt styðjum hlaupara um þúsund kall hér og þúsund kall þar þá mun þetta safna saman og enn eitt árið verður Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka ekki bara frábært hlaup heldur stærsta fjáröflun landsins. Það er geggjað.

Ef allt fer á besta veg náum við markmiðinu um að safna yfir 100 milljónum króna, eigum frábæran hlaupadag saman og verðum öll stolt af flottum árangri okkar hvort sem við erum keppnishlauparar, keppnissafnarar eða einfaldlega flottir þátttakendur í stærstu fjáröflun landsins.

Get the Medium app

A button that says 'Download on the App Store', and if clicked it will lead you to the iOS App store
A button that says 'Get it on, Google Play', and if clicked it will lead you to the Google Play store