
Hlaupið fyrir Guggu
2. október 1993 breyttist lífið hennar Guggu vinkonu minnar þegar hún varð fyrir tilefnislausri árás í miðbæ Reykjavíkur. Síðan þá hefur Gugga verið bundin við hjólastól og þurft mikla aðstoð við alla þætti daglegs lífs.
Um nokkra hríð hef ég, ásamt fleiri góðum stutt hana til sumarfrís einu sinni á ári (sjá Ferðasjóð Guggu á Facebook þar sem eru um 350 manns). Þetta er ekkert einfalt. Gugga þarf tvo aðstoðarmenn á ferðalögunum og kostnaður því umtalsverður.
Undanfarin ár hef ég hlaupið fyrir Guggu í Reykjavíkurmaraþoninu utan síðustu tveggja ára þegar ég vildi útvíkka stuðninginn til Hjálparliðasjóðs Sjálfsbjargar. Sjá meira um það hér.
Nú er svo komið að ferðasjóðurinn hennar Guggu er orðinn hálftómur og því hleyp ég aftur fyrir hana og þá væri frábær að fá stuðning þinn.



- Fréttatíminn, desember 2012: Úrkumluð af mannavöldum
- Fréttablaðið, maí 2011: Styðja fatlaða vinkonu til ferðalaga
- Morgunblaðið, desember 2005: Fór í HÍ þökk sé nafnlausum velgjörðarmanni
- Morgunblaðið, maí 2005: Varð öryrki eftir líkamsárás, lýkur nú stúdentsprófi