Hlaupárið 2022

Björgvin Ingi Ólafsson
7 min readJan 1, 2023

--

Þriðja árið í röð er hlaupárið gert upp (2021, 2020).

Disclaimerinn er líka að verða standard.

Skrifa þetta 98% fyrir sjálfan mig til að fletta upp síðar og sjá hvernig þetta eldist og 2% fyrir allra hörðustu Strava kudosara. Aðrir hafa að öllum líkindum 0% áhuga á þessu.

Árið var merkilegt hlaupár. Háir tindar og djúpir dalir. Þetta var þó lang besta hlaupárið mitt. PB í 10, hálfu, heilu og öllu öðru líka — eins og Brekkuhlaupi Breiðabliks og Vesturgötunni. Fékk samt lungnabólgu og var oft á kafi í vinnu. Fannst geggjað að hlaupa í ár og ætla að halda því áfram 2023. Eitthvað þon 2023 og Boston þon 2024.

Níu mánuðir af tólf þyngri árið 2022 en 2021.

Metnaðarár

Fór inn í árið með metnað og 12. janúar lýsti ég því yfir á Twitter að Boston Qualifying time væri markmiðið. Örvar benti mér á að tíminn fyrir það væri 3:10 og þá þurfti ég að fletta upp því ég hélt að það væri 3:20. Fattaði þá að Boston er vorhlaup en ekki hausthlaup og ég á afmæli í júní. Ég var með 3:10 bak við eyrað en í raun með BTQ 2024 sem markmið. Held að einhverjir HHHC kappar séu að stefna á Boston 2024 og væri gaman að fara með þeim í Boston.

Upphafskraftur

Byrjaði vorið af krafti og hljóp mína 200 km á mánuði fyrstu fjóra mánuði ársins í öruggum takti. Stefnan var sett á maraþon í ágúst, líklega í Reykjavík. Hörkustand á mér og mikill hugur.

Vorbrekka

Í maí kom brekka. Fékk lungnabólgu á ferðalagi í Ameríku og þurfti að hvíla í nokkrar vikur og ákvað að setja öll skammtímamarkmið á ís.

Í flugvélinni á leiðinni heim frá Ameríku í maí. Ég held ég hafi bara aldrei litið jafn illa út eins og þá. Komst svo að því skömmu síðar að ég væri með lungnabólgu.

Sumarkraftur og einstaka hörmungarhlaup

Þegar ég komst af stað eftir lungnabólguna var ljóst að stefnt var að síðhaustþoni. Ég var nokkuð duglegur en ekkert eitthvað brjálæðislega markviss. Hljóp meðal annars 5K með Benna þegar Baldur var á N1 mótinu á Akureyri í lok júní. Benni hleypur aldrei neitt en vann samt U16 flokkinn.

Benni dressaður upp í HHHC og gamla hlaupaskó af mér

HHHC félagarnir voru að fara í Amsterdam þon þegar ég var á leið í árshátíðarferð þannig að ég varð að finna mér eitthvað annað.

Fór svo á hlaupahátíð Vestfjarða með hjólaranum Tobba vini mínum. Æðislegt fyrir vestan að venju. Tók allt of mikið úr mér í 10km pb á föstudegi og hljóp svo Vesturgötuna á sunnudagsmorgni þar sem mér leið illa nánast frá fyrsta skrefi. Á Strava skrifaði ég að þetta væri það erfiðasta sem ég hef gert og kom í mark alveg gjörsamlega búinn á því og gat varla gengið hraðar en nírætt gamalmenni nokkrum mínútum síðar. Þrátt fyrir þessa hörmung var þetta pb í Vesturgötunni sem sýnir að formið var talsvert betra en í fyrra.

10k Arnarnesshlaup (á Ísafirði). Þar tók ég vel úr mér fyrir Vesturgötuna tveimur dögum síðar

Á þessum tíma réði ég þjálfarann Christian og æfingar urðu skipulagðari því stefnan var sett á Flórensmaraþon í nóvember. Var búinn að gleyma að þegar ég fékk hann til að hjálpa mér þá skrifaði ég honum bréf sem ég birti nokkurn veginn á ensku Medium síðunni til gamans.

The 2022 runs (so far). I am planning to run the Florenz… | by Bo Olafsson | Medium

Seinni hlaupahörmung ársins kom í hálfu í RM. Þá fékk ég þá frábæru hugmynd að fá mér LLG+ sem síðustu máltíð áður en ég lagði af stað og var gjörsamlega að drepast í maganum allt hlaupið. Ég stoppaði og ældi eftir sirka 20 kílómetra. Hefði betur gert það strax því ég var fínn eftir það.

Þetta var þó frábært á sinn hátt því ég hljóp fyrir Ljósið og mömmu og skellti í eitt mömmuknús við peppstöð Ljóssins við JL-húsið.

Hápunktur RM 20222

Þrátt fyrir þetta vesen þá var þetta var RM 2022 PB í hálfu maraþoni. Aftur vísbending um að formið væri fínt en taktíkin ekki upp á tíu, varla upp á fimm. Það gerir mataræðisruglið enn heimskulegra að þjálfarinn Christian gaf mér mjög skýrar leiðbeiningar um mataræði sem ég fór svona glæsilega ekki eftir. Annars var enn ljósar en áður að HHHC er lang flottasti klúbburinn. Með sérmerktan bjór, tjald og alls konar veitingar og gleði.

Hörkuhaust

Haustið byrjaði og bestu æfingamánuðir ársins voru september og október. Hljóp frábært Brekkuhlaup Breiðabliks þremur mínútum hraðar en í fyrra og því Brekkuhlaups PB, sem var mjög fínt eftir lélegt hálft í RM. Þarna var ég með fína taktík, leið vel, rembdist ekkert og endaði í 6. sæti í hlaupinu sem var bara helvíti flott.

Þessa tvo mánuði hélt ég algjörlega planinu hans Christian og formið að verða betra og betra. Haustveðrið var fáránlega gott og hentaði hausthlauparanum alveg prýðilega. Varð í öðru sæti í 10k og aftur PB í Flensborgarhlaupinu þó það hafi alls ekki verið PB væn braut. Hljóp svo aðeins í Króatíu í árshátíðarferðinni og einu sinni meira að segja yfir til Bosníu.

Endaspretturinn í Flensborgarhlaupinu

Undir lok mánaðar datt ég í flensu, byrjaði of snemma að æfa og tók eitt 5K „keppnishlaup“ í 5K keppni Deloitte. Þurfti að safna stigum fyrir mitt lið og endaði örugglega í 2. sæti á eftir ofurhlauparanum Val Ella FH-ing Endaði á því að vera veikur í marga daga á eftir.

Lokasprettur fyrir þon

Eftir einmunablíðuna þetta haustið var fyrsti í buxum 2. nóvember sem verður bara að teljast nokkuð gott. Við Flórensfarar sem þekktust ekki náðum svo loksins að hittast og hlaupa saman 6. nóvember, gríðarlega ferska 32 km. Held að þetta hafi líklega verið svona besti fílingurinn og standið á mér í undirbúningnum. Mér leið svakalega vel og gat frekar gefið í en hitt eftir 30 km. Helgina eftir átti ég frekar erfiða HHHC æfingu og í framhaldinu var ég kominn á kaf í vinnu og lokaspretturinn fyrir þonið var ekkert sérstakur. Lítið sofið, lítið æft og mikið unnið. Allar væntingar fyrir þonið voru eiginlega horfnar.

Það leiddi til þess að ég var frekar tjillaður í þoninu í Flórens sem gekk bara alveg frábærlega. Náði BQT 2024, var þriggja mínútna negatívt split og PB þon eins farið var rækilega yfir fyrir nokkrum vikum.

Dauður desember

Sannast sagna var desember ekkert spes. Frekar mikið recovery og rólegheit og svo bara ekkert að frétt í lok desember þegar ég nennti ekki að gera neitt í nístingskulda. Er reyndar búinn að kaupa hlaupabretti af Palla Ólafs en það er ekki komið í hús. Ætlaði að fara í gamlárshlaupið en nennti því ekki eftir að hafa nánast ekkert æft og veðurspáin var ömurleg. Eini mánuður ársins undir 100k.

Statístik ársins

Ef helstu statístik ársins má nefna að Hilluhlaup voru 10. Hildur er hætt að sofa á daginn og því ekki hlaupið eins með hana í kerru eins og áður. Hljóp þó á leikskólann og undir lok árs með hana á snjóþotu.

  • 10 Hilluhlaup => Hildur í kerru (eða snjóþotu)
  • 32 Myrkraverk => Æfing eftir að rökkva tekur
  • 7 Bretti => Inni á bretti, verða fleiri 2023
  • 11 HHHC => Morgunæfingar á laugardögum
  • 9 Árrissul => Æfing fyrir vinnu

Lönd: Ísland, Bandaríkin, Ítalía, Sviss, Króatía (og Bosnía).

Í vinnuferð til Mílanó

Hlaupárið 2023

Markmið ársins eru að hlaupa meira og hraðar. Hlaupa meira og skipulegar en árið 2022, vera með færri æfingagöt, minna um veikindi og koma í veg fyrir óplanaðar hlaupahvíldir vegna álags í vinnu.

Væri til í að fjölga stuttum æfingum á brettinu heima og hjóla kannski stundum smá á þrekhjóli. Væri til í að mæta oftar á HHHC æfingar á laugardagsmorgnum og eins reyna að fara oftar út á morgnana (og fækka kannski kvöldæfingunum á móti).

Svo þarf einfaldega að ná PB í öllu en væri gamana ð bæta við það að ná 10K@40, Hálft@1:30 og Heilt@3:10.

Gleðilegt nýtt hlaupár og þakkir fyrir hið liðna.

--

--