Hlaupárið 2023

Björgvin Ingi Ólafsson
4 min readJan 2, 2024

--

Fjórða árið í röð er hlaupárið gert upp (2022, 2021, 2020).

Skrifa þetta 98% fyrir sjálfan mig til að fletta upp síðar og sjá hvernig þetta eldist og 2% fyrir allra hörðustu Strava kudosara. Aðrir hafa að öllum líkindum 0% áhuga á þessu.

2023 var skemmtilegt hlaupár. Hápunktur maraþonið í Frankfurt í haust og ferðin þangað með pabba og strákunum mínum sem ég fór rækilega yfir eftir hlaup.

Árið 2023 bætti ég mig í maraþoni, í hálfu maraþoni og 5K en örfá 10K hlaup ársins voru slök. Ég hef ekki ennþá farið undir 40M í 10K sem er gott markmið á vormánuðum.

Taktur ársins var ágætur. Ég fór heldur rólega af stað, veðrið var leiðinlegt en ég fékk mér svo hlaupabretti þegar leið á vorið. Það var tilraun sem ég vissi ekki hvort myndi ganga upp en á endanum nýtti ég það vel. Þýski þjálfarinn Christian hélt mér vel við efnið.

Æfingar voru nokkuð fjölbreyttar, Kársnesið var go-to hringurinn og þar mættu 7 local legends á árinu. Ég sé það núna að ég hefði kannski mátt vera aðeins hugmyndaríkari í hlaupatúrunum.

  • 49 Kársnes
  • 12 myrkaverk — Hljóp eftir að rökkva tók
  • 36 hlaupabretti
  • 5 Árrissull — Mætti vakna og hlaupa oftar fyrir vinnu
  • 8 HHHC — HHHC æfingum fækkaði um þrjár milli ára.
  • Lönd: Frankfurt, London, Pólland, Grikkland (Krít), Bandaríkin (Boston), Spánn (Tene)

2.123 km á 200 klukkkutímum (endasleppt)

Rétt fyrir jól steig ég á einhvern jólaskrautskrók í stiganum hlaupanda milli hæðarétt upp úr átta að morgni. Hann stakkst inn í ilina á mér og þar með var hlaupum lokið árið 2023. Þetta voru bölvuð meiðsli og glötuð. Eina sem var jákvætt við þetta er að með þessum lokum var ljóst að ég hlaup í akkúrat 200 klukkustundir á árinu 2023 (og 2123 km eða 256 færri en 2022).

Markmiðin 2023

Í pistli síðasta árs skrifaði ég þetta um markmið ársins.

„Markmið ársins eru að hlaupa meira og hraðar. Hlaupa meira og skipulegar en árið 2022, vera með færri æfingagöt, minna um veikindi og koma í veg fyrir óplanaðar hlaupahvíldir vegna álags í vinnu.

Væri til í að fjölga stuttum æfingum á brettinu heima og hjóla kannski stundum smá á þrekhjóli. Væri til í að mæta oftar á HHHC æfingar á laugardagsmorgnum og eins reyna að fara oftar út á morgnana (og fækka kannski kvöldæfingunum á móti).

Svo þarf einfaldega að ná PB í öllu en væri gamana ð bæta við það að ná 10K@40, Hálft@1:30 og Heilt@3:10.“

Markmið eiga auðvitað ekki að vera sjálfgefin en ég náði full fáum á árinu. Ég hljóp miklu skipulegar og betur í gegnum árið. Var duglegur á brettinu, hjólaði frekar lítið og náði ekki að mæta á fleiri HHHC æfingar en árið áður. Fór sjaldan út á morgnana og náði engu af þessum tímamarkmiðum. Markmið næsta árs eru gætu verið sömu og í fyrra.

2024

Markmiðin eru bara klassíkin; bæta sig í öllu. Vil fara (vel) undir 40 í 10K, undir 19 í 5K og undir 1:30 í hálfu. Allt þetta er til þess að í Chicago í október náist PB í maraþoni og þá einhvers staðar nær 3:05 en 3:10. Held að það að reyna við eitthvað nálægt 3:00 sé ennþá algjörlega óraunhæft.

Ég skipti um þjálfara í desember og er byrjaður að æfa eftir plani frá Hlyni Andréssyni. Sjáum hvort honum takist ekki eins vel og Christian að halda mér við efnið og vonandi sjáum við bætingar í samræmi við það.

Væri líka til í að ná a.m.k. 2.500 km yfir árið, fara miklu oftar á morgnana fyrir vinnu og vera aðeins duglegri að hlaupa með HHHC á laugardögum þó Hlynur sé ekki endilega mjög spenntur fyrir því. Reyndar var ég að læra að Pétur er orðinn eitthvað soft og það er kominn sýsluhraði sem er enn hægari en hreppur. Það er kannski eitthvað sem Hlyni finnst hljóma betur en ríkishraðinn án upphitunar á laugardagsmorgnum.

Geðheilsan og gleðin

Þegar maður er farinn að gera upp hlaupárið nokkur ár í röð er maður orðinn hlaupari. Hlaupin eru mér mikilvæg og orðin mikilvæg geðheilsunni, fann það alveg þegar ég datt svona óvænt út í árslok. Þó ég hlaupi mest einn þá er samt félagslegt element í þessu líka. HHHC hópurinn er ótrúlega hvetjandi bakland öflugra hlaupara og þar hef ég kynnst mörgum góðum og mikil gæfa að fá að vera lítill hluti þess magnaða félagsskapar.

Ég er rosalega þakklátur fyrir að geta hlaupið og glaður að finna eitthvað sem gefur mér svona mikið.

Takk fyrir mig hlaupárið 2023 og gleðilegt 2024. Nota bene 2024 er hlaupár!

Nördaviðauki: Tilraunir með ChatGPT

Sannast sagna gekk ekkert vel að greina gögnin með ChatGPT. Þau voru meira og minna vitlaus og það þurfti að hreinsa Strava gögnin svakalega mikið svo þau væru sirka rétt. Á endanum gafst ég eiginlega upp og lék mér aðeins með myndirnar þó ég viti að þetta er ekki alveg rétt. Ennþá einhver drulla í gögnunum.Aðeins að reyna að nota ChatGPT við greiningar á hlaupagögnunum. Sannast sagna er það ekkert auðv

Ég reyndi of mikið á mig 2020-2021 — Lærði að meta hægu hlaupin 2023

https://strava.app.link/Zd8WiEmG2Fb

--

--