Hvernig á að kenna markaðsfræði?

Ég er að velta fyrir mér að taka að mér, við annan mann, kennslu eins áfanga í markaðsfræði á næsta ári.

Mér finnst gaman að kenna, kenndi síðast í HR fyrir nokkrum árum og í Verzló fyrir enn lengra síðan og langar að færa fram eitthvað af því sem ég hef lært í skóla og vinnu síðustu árin.

Ég tók fjölmarga markaðsfræðikúrsa í MBA náminu mínu í Kellogg. Giska á að að í Kellogg séu fleiri markaðsfræðikúrsar í boði en í viðskiptafræði í heild í Háskóla Íslands og því var skortur á framboði ekki ein ástæðna þess að velja ekki markaðsfræðikúrsa. Í raun var alveg geggjað að upplifa markaðsfræði í þessu umhverfi.

Spyr því núna „hvað og hvernig myndi ég kenna markaðsfræði ef ég gæti bara kennt einn markaðsfræðikúrs?“ eða jafnvel „Hvað lærir maður í góðum markaðsfræðikúrs?“.

Ein hetjumynd frá 2010 með Phil Kotler, föður markaðsfræðinnar, eftir fyrirlestur í Kellogg.

Ég hef alveg skrifað slatta hérna á Medium um markaðsfræði, bæði beint og eins um tengd efni, til dæmis „Markaðsstarf snýst um viðskiptavininn en ekki auglýsingar eða sölumennsku“, „Þegar viðskiptavinurinn, en ekki varan, er miðjan“ og „Samfélagsmiðlar geta veitt forstjórum kraft“ en núna langar mig aðeins að pæla í því hvernig væri gáfulegt að setja upp heilan (graduate) inngangsáfanga í markaðsfræði.

Í mínum huga eru tveir skólar langbestir í markaðsfræði í heiminum, annars vegar Kellogg, þar sem ég lærði markaðsfræði og hins vegar Wharton þar sem margir meistarar starfa, eins og Peter Fader. Wharton er reglulega rankaður #2 á eftir Kellogg í markaðsfræði og því held ég að það sé lang best að leita fyrirmynda hjá þeim báðum hvernig maður ætti að haga sér.

Kellogg og Wharton iðulega á toppnum í ranking í markaðsfræði

Einfaldasta leiðin er að skoða kúrsana sem eru kenndir í skólunum og sömuleiðis þá kúrsa sem þeir bjóða upp í MOOC formati á Coursera. Ég er búinn að taka þennan Northwestern / Kellogg kúrs hérna fyrir neðan en þarf eiginlega að taka UPenn / Wharton kúrsinn við tækifæri líka til að fá samanburðinn og fleiri hugmyndir.

Raunhæf verkefni (case studies) eða fyrirlestrar

Ég hallast í augnablikinu frekar að því að láta grunnbækurnar vera stoðefni og vera svo bara í raunhæfum verkefnum að mestu. Marketing Management (eða diet útgáfa bókarinnar sem kallast Framework for Marketing Management) sem lang flestir byggja markaðsfræðikúrs sinn á með einum eða öðrum hætti væri þá fyrst og fremst stoðefni frekar en kjarninn í áfanganum. Ég þekki fjölmörg góð raunhæf verkefni sem hægt er að fjalla um og læra af og held að þau myndu einfaldlega mynda skemmtilegri áfanga heldur en yfirferð yfir grunnhugtök markaðsfræði í boði Kotler og Keller. Hugsanlega myndi ég nota viðbótar lesefni úr Kellogg on Marketing sem er annar klassíker.

Svona byrjar áfangalýsing grunnáfanga í markaðsfræði í MBA náminu í Kellogg.

Maður þyrfti væntanlega að stikla á stóru um hlutverk markaðsfræði í rekstri fyrirtækja, vægi markaðsfræði og af hverju árangur í markaðsfræði skiptir fyrirtæki máli eins og Kellogg kúrsinn gerir í upphafi.

Bransatal í lokin

Af því að ég er aðallega að hugsa upphátt hérna ætla ég að leyfa mér smá bransatal í lokin þó þessir frasar gætu hljómar eins og torf. Í mínum huga er mikilvægara fyrir þá sem læra markaðsfræði að átta sig á product centricity vs customer centricity a la Fader og svo funnel hugsun a la Elmo Lewis eða consumer decision journey a la McKinsey og David Edelman sérstaklega. Strax á eftir þessum pælingum myndi ég svo vilja leggja áherslu á marketing strategy og marketing plans. Í mínum huga er þessi umræða miklu mikilvægari en umræða um það hvernig þú vinnur að leitarvélabestun, hvort prinsipp sjónvarpsauglýsinga séu dauð eða ekki og hvort allir ættu að vera á Twitter eða ekki. Það eru einfaldlega útfærsluatriði þegar grunnforsendur þinna áherslna eru orðnar ljósar. Ég held ég svari því spurningunni að ofan þannig að góður markaðsfræðikúrs kenni til dæmis þetta — en ekki hitt.

http://dilbert.com/strip/2016–07–09

Get the Medium app

A button that says 'Download on the App Store', and if clicked it will lead you to the iOS App store
A button that says 'Get it on, Google Play', and if clicked it will lead you to the Google Play store