Kass og besta bankaþjónustan á Íslandi

Íslandsbanki fer nú formlega í loftið með Kass, nýtt greiðsluapp. Nú geta allir, hvort sem þeir eru viðskiptavinir Íslandsbanka eða annarra banka rukkað, greitt eða skipt greiðslum í greiðsluappinu Kass með því að slá inn símanúmer þess sem tekur við greiðslu eða verið er að greiða. Svakalega einfalt og þægilegt!

Verkefnið hefur verið ótrúlega skemmtilegt. Kass er samstarfsverkefni bankans og nýsköpunarfyrirtækisins Mementó. Í því samstarfi blandast saman eldmóður, metnaður og reynsla ungra frumkvöðla við slagkraft bankafólks með reynslu, þekkingu og innsýn í þarfir og væntingar viðskiptavina í krefjandi umhverfi bankaþjónustu. Úr verður skemmtilegur kokteill sem svínvirkar.

Íslandsbanki hefur framtíðarsýn um að vera #1 í þjónustu og höfum við þess vegna sagt frá ákvörðuninni um að veita bestu bankaþjónustuna á Íslandi. Að loknu erindi þar sem ég fjallaði um ofurþjónustu á opnum fundi okkar á Grandanum var ég spurður hvað við ætluðum að gera til að aðgreina okkur með betri þjónustu en aðrir. Þá sagði ég í raun ekki mikið annað en að fólk þyrfti aðeins að bíða og við værum stöðugt að vinna í að styrkja okkar þjónustu.

Kass er liður í því að treysta okkar þjónustu og veita bestu bankaþjónustuna á Íslandi. Frábær bankaþjónusta okkar fer ekki bara fram í útibúunum okkar heldur ekki síður með fjölbreyttum öðrum leiðum sem við höfum til að þjónusta okkar viðskiptavini. Kass er mikilvæg viðbót við okkar góðu þjónustu. Áfram munum við leitast við að sinna þörfum okkar viðskiptavina með fjölbreyttum leiðum og þróa þjónustuna eftir því sem þarfir breytast.

Ég, eins og allir aðrir stjórnendur í bankanum, er mjög stoltur af því að við komum svona appi í loftið og þjónustum þar með okkar viðskiptavini, og í raun alla sem vilja einfalda fjámálaþjónustu, enn betur en áður. Ég er ekki síður stoltur af okkar starfsfólki og hvernig við höfum saman tekist á við flókna stafræna vöruþróun eins og Kass appið. Eins og svo oft áður hefur sýnt sig í þessu verkefni að Íslandsbanki hefur á að skipa frábæru og framsýnu starfsfólki sem hefur unnið saman sem í Kass verkefninu sem ein sterk heild og komið nýrri þjónustu í loftið með miklum glans.

Allir sem eru með Android eða iOS síma eru því eindregið hvattir til að ná sér í Kass og prófa okkar frábæra nýja app. Ef þið hafið einhverjar spurningar eða ábendingar tökum við þeim fagnandi á kass@kass.is.

Get the Medium app

A button that says 'Download on the App Store', and if clicked it will lead you to the iOS App store
A button that says 'Get it on, Google Play', and if clicked it will lead you to the Google Play store