Image for post
Image for post

Þarf ég að elska kjötskurðarvélar?

Nokkur ráð fyrir næsta og þarnæsta starf

Það er hollt fyrir fólk við innreið á vinnumarkaðinn að spyrja sig hvernig það verður farsælt og nær árangri í starfi, og ekki síst, hvernig farsælt starf hjálpar því að lifa góðu lífi.

Image for post
Image for post

Staðfesta: Ekki hlaupa of hratt

Ég er sannfærður um að góður grunnur skiptir miklu máli þegar litið er til lengdar. Ekki hlaupa of hratt í upphafi eða reyna að toppa of snemma. Ungt og efnilegt fólk á ekki að drífa sig að komast þangað sem það vill komast einn, tveir og þrír. Byggðu frekar grunn að farsælum ferli. Þetta þýðir ekki að ekki megi taka neina áhættu og prófa sig áfram eða að þú eigir að sitja sem fastast í starfi sem ekki hentar.

Mýkt: Mjúkt mikilvægara en hart

Þegar ég var í MBA náminu var oft sagt við mann að lærdómurinn sem myndi lifa lengst væri úr “mjúku fögunum” frekar en “hörðu”. Maður trúði ekkert endilega á meðan maður rembdist í gegnum erfiða rannsóknar- og reiknikúrsa að þetta yrði raunin.

Sýn og gildi: Hvert viltu fara og af hverju?

Það er mjög mikilvægt að spyrja sig fyrir hvað þú stendur, af hverju og hvernig. Ef þú veist ekki hvert þú ert að fara skiptir leiðin engu máli.

  1. Víðsýni / Balance: The ability to see situations from multiple perspectives and differing viewpoints to gain a much fuller understanding
  2. Sönn auðmýkt / Genuine humility: Never forget who you are or where you came from.
  3. Gegnheilt sjálfstraust / True self-confidence: Accepting yourself as you are. Recognize your strengths and your weaknesses and strive for continuous improvement

Útgildi: Skaraðu framúr í einhverju

Því ljósara sem það er mögulegum vinnuveitendum af hverju þeir ættu að ráða þig því betra. Ef einhver er með tíu eða hundrað umsóknir um starf sem þig fýsir af hverju ætti viðkomandi að skoða þína umsókn?

Frá þér til þín: Gefðu öðrum því það gefur þér

Árið 2013 gaf einn uppáhalds spekingurinn minn, Adam Grant sem kennir við Wharton í Philadelphia út bókina “Give and take”. Þar fer hann í gegnum af hverju það að hjálpa öðrum sé frábær leið til að ná árangri. Án þess að orðlengja það þá mæli ég með bókinni og sem fyrsta skref grein NY Times um bókina.

Image for post
Image for post
Mynd frá Adam Grant

Hugrekki: Ofsalega lítil áhætta í að opna sig

Mér finnst ótrúlega skrýtið að fylgjast með Íslendingum í tímum í skólum, á ráðstefnum eða opnum fundum. Það eru ótrúlega fáir sem taka virkan þátt, hlusta allan tíma, spyrja eða nálgast fyrirlesara eftir fundinn. Mér finnst engu skipta hvort á opnum fundum séu lykilstjórnendur í atvinnulífinu, sérfræðingar á sviðinu sem fjallað er um eða nemendur í skóla. Flestir sitja með símann í fanginu, hlusta lítið og fara svo beint út eftir fundinn.

Hugsaðu lengra: Hagaðu þér eins og þú sért “einu leveli ofar”

Þegar ég réði sumarfólk í vinnu þá sagði ég gjarnan við það “hagaðu þér eins og þetta sé fyrirtækið þitt”. Þegar ég vann hjá McKinsey var iðulega sagt að til ná árangri þyrfti maður að “act your next role”. Mér finnst þetta gott. Ef þú léttir undir yfirmanninum með því að hjálpa við það sem yfirmaðurinn er að vinna að þá ertu að sýna að þú getir meira. Ef þú hagar þér eins og hluthafi frekar en sumarstarfsmaður þá ertu líklegri til að hafa áhrif. Til þess að gera þetta vel þarftu að hlusta vel og vita hvað skiptir þá sem starfa með þér máli og í framhaldinu hugsað hvernig þú getir hjálpað.

Sterkar tengingar: Talsmenn í stað tengslanets

Ég held það hjálpi meira að eignast talsmenn sem tala máli þínu, vita hvað þú getur og geta sagt öðrum frá því heldur en að praktísera hinn ofurvinsæla frasa að “rækta tengslanetið”. Ég held það gera lítið fyrir flesta að mæta í drykki hjá Ímark, FVH, Ungum athafnakonum, Ungum fjárfestum eða mæta í vísindaferðir. Ef þið mætið í svoleiðis viðburði þá er mikilvægt að gera sér grein fyrir að slíkar samkomur gera ekkert fyrir ykkur nema þið séu með áætlun. Þið þurfið að vita við hverja þið ætlið að tala, af hverju og um hvað? Ef þið ætlið bara að mæta, spjalla við vinina, fá ykkur einn bjór og hlusta á fyrirlesarana þá er öruggt að það gerir ekkert fyrir ferilinn.

Written by

Netfang: bjorgviningi@gmail.com // bý líka á Twitter á https://twitter.com/bjorgvinio

Get the Medium app

A button that says 'Download on the App Store', and if clicked it will lead you to the iOS App store
A button that says 'Get it on, Google Play', and if clicked it will lead you to the Google Play store