Leit hafin að stafrænum stórmeistara

Í dag auglýsir Íslandsbanki eftir forstöðumanni Dreifileiða og nýsköpunar til að fylla það stóra skarð sem Már Másson skilur eftir þegar hann hverfur úr þessu starfi og heldur á vit nýrra áskorana. Forstöðumaður Dreifileiða og nýsköpunar er helsti stafræni stórmeistari bankans og ber ábyrgð á stafrænni viðskiptaþróun bankans og samstarfi við nýsköpunarfyrirtæki. Dreifileiðir og nýsköpun bera einnig ábyrgð á vefjum bankans, netbanka, appi, Kass, fyrirtækjabanka og stafrænni sókn, hvort sem er meðal einstaklinga, fyrirtækja eða fagfjárfesta.

Þetta er gríðarlega spennandi starf í hringiðu mikilla breytinga í bankaþjónustu. Við brennum fyrir þessar breytingar og erum ótrúlega spennt fyrir komandi tímum. Sem merki um það hef ég skrifað þónokkuð um tengd mál hérna á Medium, t.d.; „Bankar verða ekki tæknifyrirtæki“, „Af hverju stofnaði Hagkaup ekki Eldum rétt?“, og „Breytumst ekki í Blackberry“ og hlakka til að takast á þessi mál við nýjum forstöðumanni Dreifileiða og nýsköpunar sem mun leiða okkar stafrænu sókn til umbreytinga á þjónustu og upplifun okkar viðskiptavina í stafrænum heimi.

Umsóknir, ásamt ítarlegri ferilskrá, óskast fylltar út á https://umsokn.islandsbanki.is/storf/ en umsóknarfrestur er til og með 30. október.

Get the Medium app

A button that says 'Download on the App Store', and if clicked it will lead you to the iOS App store
A button that says 'Get it on, Google Play', and if clicked it will lead you to the Google Play store