Við Gugga í góðu stuði í Borgarleikhúsinu

Maraþongamall hleyp ég maraþon fyrir Guggu

Í mörg ár hefur verið safnað í Ferðasjóð Guggu. Það er sjóður sem safnar fyrir ferðalögum Guggu vinkonu minnar. Hennar ferðalög eru kostnaðarsöm, meðal annars vegna þess að hún þarf tvær aðstoðarkonur með sér í hvert ferðalag og húsakostur þarf að hafa gott aðgengi sem gjarnan kostar sitt.

Ferðirnar eru orðnar nokkuð margar og hafa fært mikinn lit í lífið hennar Guggu. Það hefur verið frábært að styðja Guggu í þessu og nú ætlum við að gera enn betur en nokkru sinni fyrr.

Ferðasjóður Guggu á grúbbu á Facebook sem í eru yfir 300 manns. Hann hefur verið miðja þeirra sem vil fylgjast með ferðum Guggu. Ég hef hvatt fólk til að styðja þar við sjóðinn við og við ( 515–14–405952 Kt. 520511–0910) og auk þess hlaupið nokkrum sinnum hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka fyrir Guggu með því að safna fyrir hana í gegnum Hlaupastyrk. Nú ætla ég að gera betur.

Mynd sem ég teiknaði einu sinni um framlög til sjóðsins og hvernig maraþonið hjálpaði þar

„Maraþongamlir” vinir

Það er eiginlega of góð ástæða til að hlaupa ekki heilt maraþon fyrir Guggu að þegar Reykjavíkurmaraþonið fer fram í ágúst erum við Gugga bæði, verandi fædd 7. og 9. júní 1978, um það bil maraþon gömul. Að vera maraþon gamall þegar maraþonið fer fram hlaupandi fyrir vinkonu mína sem er líka maraþon gömul er bara of gott til að sleppa því. Hver vill ekki heita á svona góða sögu? Þú heitir á mig er það ekki?

Að vera maraþon gamall þegar maraþonið fer fram hlaupandi fyrir vinkonu mína sem er líka maraþon gömul er bara of gott til að sleppa því.

Ég ætla því að hlaupa heilt maraþon í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 22. ágúst og hana nú. Ég treysti á að ég fái áður óþekktan stuðning á Hlaupastyrk svo ég komist örugglega í mark. Þetta er í fyrsta sinn sem einhver hleypur heilt maraþon fyrir Ferðasjóð Guggu og treysti ég á að meðlimir grúbbunnar, og allir hinir líka, plöggi og heiti á sem aldrei fyrr.

Koma svo!

Gömul Facebookfærsla um ferð Guggu á Madonnu tónleika í London 2009

Get the Medium app

A button that says 'Download on the App Store', and if clicked it will lead you to the iOS App store
A button that says 'Get it on, Google Play', and if clicked it will lead you to the Google Play store