MBA@HÍ markaðsfræðigestir ársins eru toppfólk

Þegar maður fær ekkert nema snillinga sem gesti í markaðsfræðiáfanga okkar Loga Karlssonar við MBA í HÍ þá er um að gera að halda vel utan um söguna. Hér er samantekt gestakoma þessa árs. Við Logi erum sérlega stoltir af gestunum okkar þetta árið.

#1 Hal Hershfield prófessor við UCLA Anderson (5. janúar)

Annað árið í röð kemur Hal Hershfield (@Hal_EH) frá UCLA Anderson til okkar. Hal er mjög virtur fræðimaður, á svakalegri uppleið og vinsæll kennari. Hefur til dæmis verið valinn inn af fjörutíu bestu kennurunum undir fertugu í MBA í Bandaríkjunum.

Halorama, 5. janúar 2018

Hal fór yfir grunnatriði markaðsfræðinnar ásamt ýmsu öðru skemmtilegu í lifandi og fjörugu klukkutímaerindi í gegnum Skype frá skrifstofunni í LA.

Samantekt Andrésar (sem kíkti við) á lykilatriðum markaðsfræðinnar á einni glæru, vantar reyndar P-in neðst)

#2 Karen Rúnarsdóttir, markaðsstjóri Festi (19. janúar)

Líkt og fyrsti gestur vetrarins var Karen með okkur í fyrra. Hún er framsækin í sinni markaðsnálgun og hefur gert athyglisverðar breytingar á markaðsstarfi Krönunnar sem og annarra vörumerkja Festis og vinnur statt og stöðugt að loforði Krónunnar um að vera “ódýr — betri — best” með því að ”koma réttu vöruúrvali í hendur neytenda á eins ódýran hátt og mögulegt er”.

Það er rosalega ríkjandi í marketing hérna á Íslandi að “put a lipstick on a pig”. Marketing er alltaf dregið inn í lokin. Marketing þarf að vera hluti af því að leysa þarfir.

Karenrama, 19. janúar 2018

Markaðsstjóri er ekki auglýsingastjóri. Markaðsdeildin var kölluð svona blöðru- og fánadeild. Við vorum bara spurð. “Kaupið þið ekki vínið og snakkið fyrir partýið”. Við þurfum sæti í upphafi. Við höfum skoðun á öllu starfinu og færumst frá innkaupadrifnu markaðsstarfi í markaðsdrifið innkaupastarf. Kúnnin er að biðja um lausnir og þá gerum við það en ekki öfugt.

#3 Tim Calkins, prófessor við Kellogg School of Management (19. janúar)

Toppmaðurinn Tim Calkins (@TimothyCalkins) er einn vinsælasti markaðsfræðiprófessorinn í Kellogg Scool of Management sem löngum er talinn besti markaðsfræðiskólinn í heiminum. Tim skrifar nokkuð á vefnum og iðulega er vitnað í hann í fagtímaritum. Hann er sérfræðingur í gerð markaðsáætlana og hefur skrifað góða bók um efnið.

Timoarama 19. janúar 2018

If I don´t have good products it is difficult to be successful.

#4 Bragi Valdimar Skúlason (2. febrúar kl 10:30)

Bragi (@BragiValdimar)er hugmyndavél á auglýsingastofunni Brandenburg auk þess að vera ein aðalsprauta Baggalúts. Hann er mikill meistari íslenskunnar, framleitt margar áhugaverðar auglýsingar og kynningarefni og hefur sterkar skoðanir á framsetningu skilaboða.

Bragarama 2. febrúar 2018

#5 Lauri Harrison, Columbia University (2. febrúar kl. 14:30)

Lauri (@lharrison) er kennari við Columbia í New York og er sérfræðingur í margs konar viðskiptavinanálgun í vörustýringu og stjórnun. Í tölunni hjá okkur lagði hún áherslu á “combining design thinking and product management to ensure the right problems are solved for the right audiences (and they are willing to pay for the solution to the problem)” eins og hún orðaði það sjálf við okkur.

Laurirama, 2. febrúar 2018

#5,5 Kjartan Þór Þórðarson, Saga Film Nordic

Fyrr um daginn kom spurning um product placement í þáttunum í Stellu Blomkvist. Okkur fannst áhugavert að fá Kjartan Þórðarson einn framleiðanda þáttaraðarinnar óvænt inn frá Skype.

#6 David Edelman, markaðsstjóri Aetna (2. febrúar, 16:00)

David Edelman (@davidedelma) er vinsælasti markaðsmaðurinn á LinkedIn, með tíundu flesta fylgjendur, yfir milljón fylgjendur alls . Hann er auk þess iðulega á lista yfir áhrifamestu markaðsmenn heims eða áhrifamestu leiðtoga í viðskptum á samfélagsmiðum (t.d. á listanum hér að neðan). Tíður gestur á ráðstefnum og fjölmiðlum.

Í erindi sínu fjallaði hann sérstaklega um forsíðugrein sína úr Harvard Business Review frá desember 2010, Branding in The Digital Age (vefútgáfa + pdf) sem bættist því við leslista áfangans.

#7 Andri Már Kristinsson, Hugsmiðjan (19. febrúar)

Andri er þriðji gestur þessa árs sem var einnig gestur í fyrra. Sérfræðingur í samfélagsmiðlum og veitir praktíska innsýn í áherslur íslenskra fyrirtækja og hvernig ná má árangri í þessum málum. Er hér í viðtali við Morgunblaðið.

Andrarama, 19. febrúar 2018

Þrátt fyrir að almenna ánægju með gestina til þess er óhætt að segja að Andri var í sérstöku uppáhaldi margra og höfðu nokkrir orð á því að Andri hefði flutt besta gestafyrirlesturinn til þessa. Hrós til Andra sem gerði þetta sérlega vel.

#8 Kent Grayson (2. mars)

Kent Grayson er annar Kellogg prófessorinn sem heimsótti okkur þetta árið. Hann er frægastur fyrir rannsóknir sínar á trausti en við ákváðum að fjalla ekki um traust með honum heldur gera smá “market segmentation” æfingu.

Brot af tilvitnunum sem við mátum með prófessor Grayson

Nemendur lásu HBR greinina “What You Need to Know About Segmentation” og fóru svo yfir nokkrar tilvitnanir úr fréttum og mátu hvort þær sýndu réttan skilning á “market segmentation” út frá því sem HBR greinin sagði.

Kentorama 2. mars 2018

Að lokum

Við fengum átta gesti til okkar þetta árið í lotunum fimm. Þeir færðu okkur fjölbreytta innsýn í heim markaðsfræðinnar og bættu verulega við það sem við lögðum áherslu á. Það er nokkuð krefjandi kennsluform að kenna í heils dags lotum og því kærkomin uppbrot á deginum að fá frábæra gesti til okkar.

Við gerðum ekki formlegt mat á ánægju með gestina eftir hvern tíma en gerum örugglega smá mat á öllum að áfanganum loknum. Við reynum að fá einnig mat nemenda á því hvort þeir voru of margir/fáir eða hvort einhverju var ofaukið eða eitthvað vantaði sérstaklega. Við fórum svolítið grimmt inn í að bjóða upp á gesti í gegnum Skype. Það er vissulega önnur dýnamík í stofunni þegar gestirnir eru með okkur en á móti fengum við fólk sem er leiðandi á sínu sviði á heimsvísu, sem er erfitt að finna á Íslandi.

Við Logi segjum því takk allir okkar góðu gestir!

Get the Medium app

A button that says 'Download on the App Store', and if clicked it will lead you to the iOS App store
A button that says 'Get it on, Google Play', and if clicked it will lead you to the Google Play store