Norrænu frumkvöðlaverðlaunin — Flott hvatning til frekari sigra

Norrænu frumkvöðlaverðlaunin, Nordic Startup Awards og sérstaklega hið íslenska hlutmengi þeirra er eitthvað sem fólk ætti að gefa gaum.

Verðlaunin eru ótrúlega skemmtileg svipmynd af íslensku frumköðlalandslagi og kærkomið tækifæri til að draga fram fólk sem er að gera flotta hluti og með flotta möguleika, sterka stuðningsaðila og fyrirtæki með fjölbreytta framtíðarmöguleika og tækifæri.

Ég hvet alla til að kjósa og mæli sérstaklega með nokkrum góðum valkostum.

Fyrstan skal nefna Stebba Baxter sem er tilnefndur sem “CTO Hero of the Year”. Stebba hef ég þekkt í hartnær 20 ár þegar hann réði mig í vinnu til hins goðsagnakennda og langt-á-undan-sinni-samtíð veffyrirtækis Gæðamiðlunar á upphafsárum vef- og internetvæðingar Íslendinga eftir að ég leitaði til hans með ráð við hönnun á innra neti fyrir fyrirtæki eitt hér í bæ sem ég var að vinna að. Ég átti frábæran tíma hjá Gæðamiðlun, lærði ótalmargt og fékk tækifæri til að takast á við svakalega skemmtileg verkefni allt frá poppstjörnuverkefnum til vefs Íslandsbanka. Stebbi fær klárlega mitt atkvæði hér þó aðrir tilnefndir séu vissulega líka flottar hetjur.

Einar Gunnar, intrapreneur Arion banka, sem var einmitt kúnni hjá okkur Stebba í gamla daga sem vefstjóri Eimskips, er líka flottur og hefur tekið skemmtilega saman yfirlit yfir íslensku tilnefningarnar — mæli með að fólk kíki á það. Það er líka mjög gott plögg fyrir Einar sem sjálfur er tilnefndur sem “Startup Media of the Year” :)

Ég greiði að sjálfsögðu hinu frábæra verkefni Startup Tourism atkvæði mitt sem “Best Accelerator program”. Það var rosalega gaman að vinna með Salóme og Oddi hjá Startup Iceland ásamt meðstuðningsaðilum Íslandsbanka; Isavia, Vodafone, Bláa Lóninu og Íslenska ferðaklasanum að því að setja kastljósið á frumkvöðla íslenskrar ferðaþjónustu. Verður gaman að taka þátt í demo day í Bláa lóninu 8. apríl og sjá snilldina sem hefur orðið til undanfarnar tæpar 10 vikur.

Í flokknum “Best Business Angel” eru tilnefndir þrír frábærir viðskiptaenglar sem eiga sér ólíka sögu og bakgrunn þó tvö þeirra eigi bakgrunn í lyfjageiranum vissulega sameiginlegan. Mjög flott að hafa þennan flokk í svona verðlaunum. Viðskiptaenglar eru mikilvægt bakland og geta skipt sköpum við mótun sóknar frumkvöðla. Spurning hvort ég muni kjósa Inga, því ég hef þekkt hann lengst, eða Kjartan því hann er með besta foosball borðið í bænum (sem ég þarf klárlega að heimsækja fyrr en síðar). Hvert þeirra þriggja sem vinnur er engu að síður vel að því komið.

Alla vega, kíkið og kjósið.

Get the Medium app

A button that says 'Download on the App Store', and if clicked it will lead you to the iOS App store
A button that says 'Get it on, Google Play', and if clicked it will lead you to the Google Play store