MOOC er áður óbyggð brú að frábæru námi í frábærum skólum

Coursera er dæmi um MOOC, Massive open online course, platform þar sem MOOC þýðir einfaldlega ódýr opinn massakúrs á Netinu. Í þessum MOOC bjóða margir af bestu skólum heims áður óþekktan aðgang að frábæru námi á áður ómögulegu verði. Þeir sem vilja efla sína símenntun þurfa að þekkja MOOC.

Í gamla skólanum mínum í Chicago eru fleiri kúrsar í markaðsfræði í boði en í viðskiptafræði á Íslandi í heild. Þeir sem læra markaðsfræði á Íslandi hafa haft úr að moða litlu broti af því kúrsaframboði sem ég vandist og hafa á engan hátt sömu möguleika og stúdentar í góðum skólum í Ameríku til að efla sinn lærdóm og þekkingu. Aðgengi að námsúrvali bestu skólanna í Bandaríkjunum hefur aldrei verið í boði öðrum en fáum stúdentum en með MOOC hefur það gjörbreyst. Það er frábært fyrir okkur í útnáranum sem geta nú í fyrsta sinn sótt með einföldum hætti í framboðið á stærri mörkuðum sem áður voru nánast lokaðir eða í versta falli dýrir.

Þess vegna ættu allir sem eru áhugasamir um að efla sína þekkingu og verða betri stjórnendur og sérfræðingar að nýta sér MOOC í sinni símenntun.

Ókeypis eða ódýrir MOOC kúrsar í skólum þar sem skólagjöld hvers árs í MBA námi er yfir 6 m.kr. hljóma sem undarleg sjálfseyðilegging þessara skóla en sannleikurinn er hins vegar að þar sem nám í þessum skólum snýst um svo miklu meira en bara það sem er kennt í kennslustofunum er svona MOOC framboð góð kynning, markaðssetning og þróun á því sem skólarnir bjóða.

Ég hef hvatt áhugasama um að taka MOOC kúrsa og þekki marga sem hafa tekið flotta kúrsa á Coursera, Udemy og fleiri sambærilegum platformum. Ég hef sjálfur dundað mér við að taka svona kúrsa, þó ég hafi vissulega byrjað á fleiri kúrsum en ég hef klárað. Það er samt allt í lagi því lærdómurinn er til staðar alveg óháð því hvað maður klárar.

Það er auðvelt að nefna dæmi um góða MOOC og hér að neðan koma nokkrir sem ég hef rekist á og hefur þótt áhugaverðir.

Ykkur er ekki til setunnar boðið, með smá leit finnið þið án efa efni sem vekur áhuga. Tékkið á Udemy, Coursera, edX eða öðrum MOOC platformum og hefjið lærdóminn því það er alveg öruggt að þið finnið gott námsefni í viðskiptum og stjórnun (og reyndar ansi mörgu öðru líka).

Coursera/UofI: Drive Customer Behavior Online — A five course overview of the latest digital marketing skills, taught by industry experts

Coursera/John Hopkins: Launch Your Career in Data Science — A nine-course introduction to data science, developed and taught by leading professionals

Coursera/Wharton: Make Data-Driven Business Decisions — Archive fluency in business data strategies in four discipline-specific courses

Coursera/Northwestern (Kellogg School of Management): Successfully Lead in an Ever-Changing Business Environment — Master key strategies to successfully lead an organizational change effort in just five courses plus a final capstone project

Udemy/Northwestern (Kellogg School of Management): Operations Management — Gain fundamental insights to world of Operations Management from award winning Professor Gad Allon

Get the Medium app

A button that says 'Download on the App Store', and if clicked it will lead you to the iOS App store
A button that says 'Get it on, Google Play', and if clicked it will lead you to the Google Play store