Ræða fyrir sigurvegara í þjónustu

Á fimmtudaginn síðasta hélt ég ræðu fyrir sigurvegara í þjónustu þegar ég talaði við gesti fundar við afhendingu Ánægjuvogarinnar. Á þann fund mæta nefnilega (nánast) bara þeir sem unnu til verðlauna í hverjum flokki Ánægjuvogarinnar. Eintómir sigurvegarar!

Þarna fögnuðum við hjá Íslandsbanka því að vera efst á bankamarkaði enn eitt árið og fór ég í pontu sagði frá því hvernig framtíðarsýn okkar um að vera #1 í þjónustu markar allt okkar starf og áherslur hvort sem það er í útibúunum, höfuðstöðvum eða við smíði framsækinni fjármálalausna.

Við erum afskaplega stolt af því að eiga frábært þjónustulundað starfsfólk og styrka sveit um allan banka sem býr til framsæknar lausnir til eflingar þjónustu; eins og Kass appið okkar frábæra sem ég ræddi einmitt um í erindinu.

Við gerum okkur vel grein fyrir því að þjónusta er sífelld barátta og þarfir og væntingar okkar viðskiptavina aukast og breytast stöðugt. Það er því eins gott að við séum á tánum.

Á svona dögum segjum við þó fyrst og fremst takk við okkar viðskiptavini. Ánægðir viðskiptavinir eru það sem við viljum og þennan ágæta fimmtudag fengum við staðfestingu á því að við erum að gera margt rétt og framtíðarsýn um að vera #1 skiptir miklu máli.

Get the Medium app

A button that says 'Download on the App Store', and if clicked it will lead you to the iOS App store
A button that says 'Get it on, Google Play', and if clicked it will lead you to the Google Play store