Síðustu dagar fyrir maraþon #2

Ekki RM HHHC, í stað Reykjavíkur Maraþons Íslandsbanka, fyrir Ferðasjóð Guggu

Image for post
Image for post

Eins og ég hef áður skrifað um hér vildi ég hlaupa fyrir Guggu í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2020 í ljósi þess að ég var í ágætis formi og við Gugga bæði u.þ.b. maraþongömul þegar maraþonið færi fram. Þessu hefur verið raðplöggað, m.a. í Mannlífi, Fréttablaðinu, á Bylgjunni og á Rás 2. Hlaupinu var svo aflýst en ég var sem óður maður böggandi fólk um allt um áheit til að ná markmiði um eina milljón fyrir Ferðasjóð Guggu í hlaupinu.

Nú er stutt í hlaup og ég orðinn vel peppaður í að hlaupa maraþon næstu helgi þó óformlegt verði.

HHHC

Image for post
Image for post
Fyrsta æfing með HHHC 1. ágúst 2020

Nokkrum vikum fyrir hlaup komst ég í kynni við Pétur Ívars megahlaupara og einvald hlaupahópsins HHHC. Byrjaði að hlaupa aðeins með þeim snemma á laugardagsmorgnum.

Fór svo að þessi hópur ákvað að halda Ekki RM HHHC sem fer fram kl 7 að morgni 22. ágúst, daginn sem RM átti að fara fram, og fékk ég að fljóta með. Þetta verður skemmtilegt. Verður áhugavert að taka þátt í hlaupi þar sem ég verð síðastur eða a.m.k. með síðustu af sirka 20–30 hlaupurum. Þessir gæjar eru hreint svakalegir, nokkrir að hlaupa vel undir þremur tímum sem er hægara (eða hraðara) sagt en gert.

Núna, tæpri viku fyrir hlaup, er undirbúningi nánast lokið. Eins er gaman að segja frá því að í gær náðist markmiðið um að safna milljón fyrir Guggu. Ennþá er að seitla inn aur en stóra markmiðið um milljónina er komið.

Ég fór seinni hluta leiðarinnar með Almari Guðmunds vini og hlaupavini mínum laugardaginn viku fyrir keppnishlaupið. Það var frábært að gera það þar sem ég var ekki alveg öruggur á leiðinni og óttaðist að villast. Ég notaði leiðarlýsingu í Garmin á leiðinni sem var mun betra og þægilegra en ég átti von á.

Fyrir nokkrum dögum var ég ekki alveg viss hversu hratt ég ætti að reyna að hlaupa en Jón Ingi, sem er sprækur hlaupari, ætlar að héra hana Hrafnhildi á hraðanum 4:54 sem gefur 3:26:45. Það hentaði bar aágætlega að fara með þeim. Þá fengi ég félagsskap og þyrfti ekki að hafa eins áhyggjur af því að rata. Mögulega dett ég í ofmetnað og fer hraðar síðustu 10 kílómetrana en grunnplanið er að fara með þeim á hraðanum 4:54 frá upphafi til enda.

Image for post
Image for post
Planið er að hlaupa leiðina sem hefði verið hlaupin í Reykjavíkurmaraþoninu.

Þetta þýðir að ég verð á Ægissíðunni eftir 15 mínútur eftir start, við Sæbraut móts við Kringlumýrarbraut á 1:08 og 1:33, í Fossvoginum á sirka 2:46, yfir brúna yfir Miklubraut sirka 3:11 og svo í markinu í Hljómskálagarðinum um 3:27. Allt góðir staðir til að hitta á mig. Treysti einmitt á vini einhverja í Fossvoginum og svo kannski hjólaóðu vini mína hér og þar.

Ég hlakka alla vega til. Það er eiginlega alveg ljóst að þetta verður PB ef ég kemst í mark. Ég er alltaf að fara að hlaupa hraðar en í maraþoni #1 í Chicago ef ég kem í mark á annað borð.

Written by

Netfang: bjorgviningi@gmail.com // bý líka á Twitter á https://twitter.com/bjorgvinio

Get the Medium app

A button that says 'Download on the App Store', and if clicked it will lead you to the iOS App store
A button that says 'Get it on, Google Play', and if clicked it will lead you to the Google Play store