Faderrama — 3. febrúar 2017

Svona kappi er ekki á hverjum degi á klakanum

Customer centricity kappinn Peter Fader til Íslands í september

Sumir markaðsmenn eru góðir að tala, kenna, byggja upp framsækin frumkvöðlafyrirtæki eða skrifa níðþungar fræðigreinar í bestu ritrýndu tímaritum markaðsfræðinnar. Fæstir gera allt ofantalið vel en það gerir Peter Fader, prófessor við Wharton í UPenn. Að mínum dómi er Peter Fader að öðrum ólöstuðum fremsti markaðsfræðiprófessorinn í heiminum í dag — og líka bara mjög skemmtilegur gaur sem er alls ekki verra.

Fader mætir á morgunfund ÍMARK 27. september með erindið The Essentials of Customer Centricity.

Nú eru það gagnadrifnir kappar eins og Fader sem eru í forgrunni. Þegar hann “heimsótti” okkur Loga Karlsson í gegnum Skype í vetur og talaði við MBA nema við HÍ flutti hann messu sem hann var nýbúinn flytja stjórn Macy’s og næst á leið til Cupertino að tala við stjórn Apple. Þá var þeim sem var það ekki ljóst fyrir að þetta væri alvöru maður. Við Logi vorum fáránlega spenntir að fá hann í tíma til okkar sem var snilld, og um leið skondið því sannfærði hann um að koma til okkar með því að senda honum skilaboð á Twitter (skrifaði um það og heimsóknina hér).

ÍMARK búið að framleiða smá plögg fyrir morgunfundinn 27. september í Gamla bíói

Fader hefur skrifað ótalmargt en litla bókin “Customer Centricity” er auðlesin en það sem situr eftir er í öfugu hlutfalli við stærð þessarar bókar. Þetta er ótrúlega áhrifamikil markaðsfræðibók sem ég skrifaði aðeins um í fyrra hérna. og hérna má lesa inngang bókarinnar.

Ég mæli því eindregið með að allt áhugafólk um markaðsmál og framþróun greinarinnar mæti á morgunfund ÍMARK um The Essentials of Customer Centricity þann 27. september. Svona kappi er ekki á hverjum degi á klakanum.

Get the Medium app

A button that says 'Download on the App Store', and if clicked it will lead you to the iOS App store
A button that says 'Get it on, Google Play', and if clicked it will lead you to the Google Play store