Símon kvaddur

Björgvin Ingi Ólafsson
1 min readMay 27, 2019

--

Í hagfræði eru hvatar meginstef. Nú langar mig að nýta hvata til að bæta mig í einhverju sem ég er allt annað en stoltur yfir því hvað ég er lélegur í, þarf svo sannarlega að bæta og hefur heldur versnað ef eitthvað er. Komið er að kaflaskilum.

Verkefnið heitir „Símon kvaddur“.

Það fer þannig fram að ef ég fer í símann á fundi í vinnunni þá eru fundarmenn hvattir til að vekja á því athygli og í kjölfarið tilnefna eitt góðgerðarfélag sem ég skuldbind með til að ánafna 5.000 krónum til.

Þann 1. september tökum við saman hversu miklu hefur tekist að safna. Þetta er ósköp einfalt.

Aukaverkefni, til að hvetja samstarfsfólk til bættrar fundarmenningar, og taka þátt í þessu með mér stendur öllum til boða að taka þátt í veðmáli um hversu miklu verður safnað til 1. september. Það kostar 1.000 krónur að taka þátt og mun sigurvegari fá helming upphæðarinnar og hinn helmingurinn bætist við framlag til þess góðgerðarfélags sem hæst framlag hefur fengið.

Á hæðinni okkar verður svo stigatafla, reglulega uppfærð ef tilefni er til, þar sem heildarupphæð og góðgerðarfélög eru tilgreind.

Þá er bara að byrja. Ekki gleyma, Símon verður kvaddur.

--

--