Undirbúningur námskeiðahalds: Upplýsingagjöf til ákvarðanatöku

Meðal OKRs (Objectives and Key Results, markmiða skipulag sett fram í ársfjórðungslegum takti) hjá mér á fyrsta ársfjórðungi var að halda eitt námskeið fyrir starfsfólk Íslandsbanka. Í febrúar settist ég því aðeins niður með Elísabetu, fræðslustjóra Íslandsbanka, og úr varð að ég myndi halda námskeiðið „Upplýsingagjöf til ákvarðanatöku“ sem við ákváðum að lýsa svona:

Þegar efni er kynnt fyrir ákvarðanatökuaðilum í bankanum, til dæmis framkvæmdastjórn eða stjórn, skiptir framsetning upplýsinga máli.

Hvernig má setja upplýsingar fram þannig að auðveldast sé fyrir fólk að taka réttar og ígrundaðar ákvarðanir byggðar á þeim gögnum og upplýsingum sem fyrir liggja?

Námskeiðið er ekki námskeið í glærugerð í Powerpoint í hefðbundnum skilningi en unnið verður með Powerpoint og Powerpoint skjal er sú afurð sem unnið verður að því að smíða, þó lögmálin sem unnið er með sé auðvelt að heimfæra á annað form.

Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að eiga auðveldara með að setja upplýsingar fram með skýrum hætti og stuðla þannig að skilvirkari og betri ákvarðanatöku í bankanum.

Í síðustu viku sá ég svo að ég var auglýstur með námskeið innan fárra daga . Í anda Tim Urban, Wait but Why meistara, og stórmeistara í frestun, var ég að sjálfsögðu ekkert búinn að pæla í þessu frá því við Elísabet hittumst. Ég var því ekkert búinn að semja námskeiðið, ekki að ná þessu OKR á fyrsta ársfjórðungi — þó að það að setja þetta á dagskrá sé nú alveg í áttina [reyndar kom upp að ég þurfti að vera á ársfundi atvinnulífsins á áætluðum tíma og því frestast þetta og verður 27. apríl].

Ég taldi gagnlegt að kynna fyrir samstarfsfólki mínu lærdóm um undirbúning og framsetningu kynninga úr MBA náminu mínu í Kellogg, til dæmis úr áfanganum Frameworks to Insights, en ekki síður lærdóm frá mínum gamla vinnuveitanda, McKinsey & Company.

Ég hef haldið svipaðar tölur áður, til dæmis 10. mínútna örerindi „Hvernig höldum við kynningar“ fyrir hóp á vegum Andrésar Jónssonar, og er alveg rólegur yfir þessu enda tveggja tíma námskeið í þessum dúr ekkert stórátak þó ég vilji auðvitað að gera þetta vel.

Í ljósi þess að einn af punktunum sem ég fjalla um er að 80/20 reglan sé mikilvæg þá verður þetta enn auðveldara.

Þeir sem ætla að sitja námskeiðið græða örugglega á að kanna efnið hér að neðan. Geri ráð fyrir að senda tengil á þessa færslu um viku fyrir námskeið svo þeir sem eru sérstaklega áhugasamir geti undirbúið sig með því að skoða helstu tenglana.

Hver flokkur hér að neðan er í gæðaröð þannig að ef þú ætlar að lesa eitthvað þá mæli ég með því að byrja efst í hverjum flokki.

Ný bók Gabrielle er væntanleg síðar á árinu.
Liðið og landsliðið: Svona fjallaði ég um þær tvær bækur í erindinu fyrir Andrés sem mér þykja besti upphafspunktur þeirra sem eru að pæla í “business Powerpoint kynningum.
  • Telling Tales, maí 2004, eftir Stephen Denning, PDF
    “The age-old practicer of storytelling is one of the most effective tools leaders can use. But they need to pick their stories carefully and match them to the situation.”
  • How to Pitch a Brilliant Idea, september 2003, eftir Kimberly D. Elsbach, PDF
    Coming up with creative ideas is easy; selling them to strangers is hard
  • The Four Truths of the Storyteller, desember 2007, eftir Peter Guber, PDF A well-told story’s power to captivate and inspire people has been recognized for thousands of years
  • How to Become an Authentic Speaker, nóvember 2008, eftir Nick Morgan, PDF, “Like the best-laid schemes of mice and men, the best-rehearsed speeches go oft astray.”
  • The Kinesthetic Speaker Putting ACTION into WORDS, apríl 2001, eftir Nick Morgan, PDF, “Presentations can be experienced both physically and intellectually.”
  • The Power of Talk: Who Gets Heard and Why, september 1995, eftir Deborah Tannen, PDF, “Most managerial work happens through talk — discussions, meetings, presentations, negotiations. And it is through talk that managers evaluate others and are themselves judged.”

Linkar eru af www.hvar.is þar sem allir Íslendingar geta nálgast heildarsafn greina Harvard Business Review ókeypis.

Get the Medium app

A button that says 'Download on the App Store', and if clicked it will lead you to the iOS App store
A button that says 'Get it on, Google Play', and if clicked it will lead you to the Google Play store