Það er vinsæll partíleikur markaðsfólks að ræða auglýsingar. Nú styttist líka í lúðrasöfnun á ÍMARK verðlaunum þar sem við klöppum hvort öðru á bakið (pant vinna núna eitthvað gott). Er þá ekki tilvalið að pæla í auglýsingu(m)?

Finnst stundum að í þessum partíleikjum okkar vanti að við vitum hvernig við komumst að því að ein auglýsing sé betri en önnur eða af hverju þessi ætti að vinna en hin ekki.

Þegar ég lærði “advertising strategy” var eitt af því sem við notuðum svokallaður ADPLAN mælikvarði til að meta auglýsingar. Það er að mínum dómi fín leið til að neyða sig til að horfa á ákveðna þætti og bera þá saman.

Mér datt ADPLAN í hug þegar ég var búinn að komast að því, með engum sérstökum rökum, bara tilfinningu, að nýja Nova sjónvarpsauglýsingin með MC Gauta væri fín.

Ég var því bara nokkuð ánægður með mig þegar ég mátaði hana við ADPLAN (ok, smá eftiráspeki). Mér finnst hún skora vel á alla kvarðana, nema kannski helst “strong benefit featured” í positioning og linkage hlutunum. Mér finnst hún algjörlega vera “on brand”, þannig að net equity er spot on og svo finnst mér hún vel framkvæmd, ná athyglinni og skorar því vel í fyrstu tvo flokkana. Semsagt, vel gert Nova.

Get the Medium app

A button that says 'Download on the App Store', and if clicked it will lead you to the iOS App store
A button that says 'Get it on, Google Play', and if clicked it will lead you to the Google Play store