Búinn að vera meiddur í nokkrar vikur og það er óþolandi. Þá fer maður aðeins að velta fyrir sér síðasta hlaupári.

Skrifa þetta 98% fyrir sjálfan mig til að fletta upp síðar og sjá hvernig þetta eldist og 2% fyrir allra hörðustu Strava kudosara. Aðrir hafa að öllum líkindum 0% áhuga á þessu.

Ég hljóp tæplega ríflega 1.800 km í fyrra eftir tæpa 800 km árið áður og fyrra ársmet rúmir þúsund kílómetrar. …


Góður drengur sendi mér póst í vikunni með nokkrum bókameðmælum og bað mig um að svara í sömu mynt.

Ákvað að skella því sem mér datt fyrst í hug bara hingað inn. Ekki eins og þetta séu nein leyndarmál.

  1. The Culture MapErin Meyer
  2. No Rules Rules — Erin Meyer og Reed Hastings
  3. DetonateGeoff Tuff og Steven Goldbach
  4. Range David Epstein
  5. Competing in the Age of AI — Marco Iansiti, Karim R. Lakhan

The Culture Map

Ég las bók Erin Meyer í fyrra þegar fyrir lá að ég myndi hlusta á hana flytja erindi út frá bókinni skömmu síðar…


Við vinirnir spræk í markinu að hlaupi loknu

Í dag, á Reykjavíkurmaraþondaginn 22. ágúst, hljóp ég mitt annað maraþon, þó ekki RM, því það var Ekki-RM HHHC. Þetta er sagan af því.

Ég skrifaði um maraþon #1 í Chicago árið 2017 og hef sagt frá aðdraganda hlaupsins í ár sem og síðustu dögunum fyrir hlaup. Venju samkvæmt er því allt frekar vel skrásett.

Í stuttu máli sagt var þetta alveg frábær dagur, brjálæðislega skemmtilegt og planið gekk upp. Til gera þetta allt saman enn betra þá er ég efstur í áheitasöfnuninni sem er rosalega skemmtilegt. Má endilega bæta við þar alveg þar til lokar.


Ekki RM HHHC, í stað Reykjavíkur Maraþons Íslandsbanka, fyrir Ferðasjóð Guggu

Eins og ég hef áður skrifað um hér vildi ég hlaupa fyrir Guggu í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2020 í ljósi þess að ég var í ágætis formi og við Gugga bæði u.þ.b. maraþongömul þegar maraþonið færi fram. Þessu hefur verið raðplöggað, m.a. í Mannlífi, Fréttablaðinu, á Bylgjunni og á Rás 2. Hlaupinu var svo aflýst en ég var sem óður maður böggandi fólk um allt um áheit til að ná markmiði um eina milljón fyrir Ferðasjóð Guggu í hlaupinu.

Nú er stutt í hlaup og ég orðinn vel peppaður í að hlaupa maraþon næstu helgi þó óformlegt verði.

HHHC


Við Gugga í góðu stuði í Borgarleikhúsinu

Í mörg ár hefur verið safnað í Ferðasjóð Guggu. Það er sjóður sem safnar fyrir ferðalögum Guggu vinkonu minnar. Hennar ferðalög eru kostnaðarsöm, meðal annars vegna þess að hún þarf tvær aðstoðarkonur með sér í hvert ferðalag og húsakostur þarf að hafa gott aðgengi sem gjarnan kostar sitt.

Ferðirnar eru orðnar nokkuð margar og hafa fært mikinn lit í lífið hennar Guggu. Það hefur verið frábært að styðja Guggu í þessu og nú ætlum við að gera enn betur en nokkru sinni fyrr.

Ferðasjóður Guggu á grúbbu á Facebook sem í eru yfir 300 manns. Hann hefur verið miðja þeirra…


Forsíða Fréttablaðsins 20. apríl 2020

Ræddi við Fréttablaðið í blaði dagsins um hverjar mögulegar næstu aðgerðir ríkisstjórnar í efnahagsbaráttunni á Covid-19 tímum gætu orðið.

Í mínum huga er ljóst að við þurfum að búa okkur undir verri þróun en V-laga niðursveiflu sem mun fyrst og fremst bitna á ferðaþjónustunni. Vandinn er stærri og almennari en það og allar aðgerðir þurfa að taka tillit til þess.

Deloitte hefur tekið saman efnahagsaðgerðir fjölmargra landa og er síða með þessum upplýsingum uppfærð daglega. Þeir sem vilja gaumgæfa aðgerðir og hverjar þeirra gætu mögulega bæst við ættu að kíkja við.


Ræddi við Sigríði Hagalín Björnsdóttur um Covid-19 í Kveik 25. mars. Umræðan var um efnahagsleg áhrifin, aðgerðir hins opinbera og þá staðreynd að atvinnulífið flykkist í heimavinnu. Stuttlega var svo fjallað um þetta í kvöldfréttum áður en Kveikur hófst.


Tillögur ríkisstjórnar og Seðlabanka Íslands um viðnám við því efnahagsáfalli sem dynur á okkur í Covid-19 faraldrinum eru nauðsynlegt viðbragð. Ljóst er að gera þarf mjög margt, fyrir mjög marga og það mjög fljótt.

Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til gefa góð fyrirheit. Af orðum fjölmargra ráðherra má jafnframt skilja að þau skref sem hafi verið stigin séu áfangar á leið frekar en endastöð. Á Stöð 2 að morgni þriðjudagsins 24. mars nefndi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem dæmi „að það sem við hefðum séð væri ekki pakkinn, þetta væru bara þau skref sem…


Mikilvægt er að fyrirtæki takist skipulega á við rekstraráskoranir sem fylgja áhrifum Kóróna-veirunnar til þess að lágmarka neikvæð rekstraráhrif hennar.

Hér að neðan eru 5 lykilaðgerðir sem Deloitte telur að fyrirtæki ættu að huga að:

1. Viðbragðsteymi: Skipa neyðar- og viðbragðsteymi sem hefur ákvörðunarvald

a. Skipa teymi sem hefur tímabundið ákvörðunarvald yfir þáttum sem tengjast útbreiðslu veirunnar og áhrifum hennar á rekstur fyrirtækisins.

b. Setja saman teymi af starfsfólki, þvert á fyrirtækið, sem hefur þekkingu og getu til að taka skjótar ákvarðanir.

c. Teymið byrjar á að ákveða ákvarðanaferla sem unnið er eftir og tímaramma fyrir hvern feril. …


Með auknum og sífellt þróaðri netárásum horfa stjórnendur til aukinna netvarna sem og ferðalags fyrirtækja frá eldri úreltum gagnastrúktúr til nútíma gagnahögunar eru sífellt fleiri fyrirtæki að flytja í skýin.

Í nýrri stuttri grein í Deloitte Insights er farið yfir af hverju þetta er að gerast. Mæli með þessari nýju grein kolleganna: “Why organizations are moving to the cloud

Cloud has become the primary location for businesses to store data; most have moved even their applications to cloud platforms, and many of those businesses that have their data on-premise today are soon planning to migrate to cloud. …

Björgvin Ingi Ólafsson

Netfang: bjorgviningi@gmail.com // bý líka á Twitter á https://twitter.com/bjorgvinio

Get the Medium app

A button that says 'Download on the App Store', and if clicked it will lead you to the iOS App store
A button that says 'Get it on, Google Play', and if clicked it will lead you to the Google Play store